Morris neitar því að hafa reynt að meiða Luka Doncic í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 10:30 Það er erfitt að stoppa Luka Doncic en vonandi var leikmaður Los Angeles Clippers ekki að reyna að meiða hann viljandi í nótt. AP/Ashley Landis Luka Doncic er meiddur á ökkla en hann er að spila í gegnum meiðslin í úrslitakeppni NBA en það fór ekki í vel í hann eða aðra hjá Dallas þegar leikmaður Los Angeles Clippers steig á veika ökklann hans í nótt. Luka Doncic hefur verið magnaður með liði Dallas Mavericks í sinni fyrstu úrslitakeppni í NBA-deildinni í körfubolta og það þrátt fyrir að spila meiddur. Í fjórða leiknum, þegar Dallas liðið jafnaði metin í 2-2, þá var Luka Doncic með 43 stig, 17 fráköst, 13 stoðsendingar og sigurkörfuna á flautunni. Í nótt gekk Clippers liðinu betur að ráða við hann. Atvik í þessum fimmta leik Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks fékk hins vegar einhverja til að halda að leikmenn Los Angeles Clippers væru farnir að gera allt til að reyna að stoppa Luka Doncic. Marcus Morris steig á fót Doncic í leiknum. Luka Doncic stóð á vellinum og var að bíða eftir því að fá boltann eftir körfu frá Clippers. Marcus Morris var að hlaupa til baka og hljóp að Doncic og steig á vinstri fót Doncic þannig að skórinn hans losnaði. Doncic er einmitt meiddur á vinstri ökkla. Clippers' Morris denies trying to hurt Mavs' Doncic https://t.co/1jiq26tURF #Mavs pic.twitter.com/AfNAjiw9IE— ESPNDallas (@ESPNDallas) August 26, 2020 „Ég spila leikinn með virðingu fyrir sjálfum mér og öðrum leikmönnum. Það að halda því fram að ég sé að reyna að meiða einhvern viljandi er algjört rugl,“ skrifaði Marcus Morris á Twitter eftir leikinn. „Ég hef spilað í tíu ár á móti þeim bestu og ég stend með mínu siðferði og minni vinnusemi. Ég er keppnismaður og skil allt eftir á gólfinu í hverjum leik,“ skrifaði Morris og bætti við í annarri færslu. „Körfubolti hefur aldrei verið það mikil alvara að maður reyni að meiða einhvern. Ég biðst ekki afsökunar á neinu því ég veit hvað ég legg á mig á hverjum degi. Þetta voru mistök, sættið ykkur við það. Ég spila leikinn til að keppa,“ skrifaði Marcus Morris á Twitter „Ég vil ekki tala við hann. Hann er að segja ljóta hluti við mig allan leikinn. Ég verð bara að halda áfram. Allir hafa sína eigin skoðun. Ég vona að þetta hafi ekki verið viljandi því þá væri það mjög slæmt,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. The sideline view of Marcus Morris stepping on Luka Doncic's injured ankle #NBAPlayoffs pic.twitter.com/t3AIzL7kHJ— Sports ReUp (@SportsReUp) August 26, 2020 NBA Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Luka Doncic er meiddur á ökkla en hann er að spila í gegnum meiðslin í úrslitakeppni NBA en það fór ekki í vel í hann eða aðra hjá Dallas þegar leikmaður Los Angeles Clippers steig á veika ökklann hans í nótt. Luka Doncic hefur verið magnaður með liði Dallas Mavericks í sinni fyrstu úrslitakeppni í NBA-deildinni í körfubolta og það þrátt fyrir að spila meiddur. Í fjórða leiknum, þegar Dallas liðið jafnaði metin í 2-2, þá var Luka Doncic með 43 stig, 17 fráköst, 13 stoðsendingar og sigurkörfuna á flautunni. Í nótt gekk Clippers liðinu betur að ráða við hann. Atvik í þessum fimmta leik Los Angeles Clippers og Dallas Mavericks fékk hins vegar einhverja til að halda að leikmenn Los Angeles Clippers væru farnir að gera allt til að reyna að stoppa Luka Doncic. Marcus Morris steig á fót Doncic í leiknum. Luka Doncic stóð á vellinum og var að bíða eftir því að fá boltann eftir körfu frá Clippers. Marcus Morris var að hlaupa til baka og hljóp að Doncic og steig á vinstri fót Doncic þannig að skórinn hans losnaði. Doncic er einmitt meiddur á vinstri ökkla. Clippers' Morris denies trying to hurt Mavs' Doncic https://t.co/1jiq26tURF #Mavs pic.twitter.com/AfNAjiw9IE— ESPNDallas (@ESPNDallas) August 26, 2020 „Ég spila leikinn með virðingu fyrir sjálfum mér og öðrum leikmönnum. Það að halda því fram að ég sé að reyna að meiða einhvern viljandi er algjört rugl,“ skrifaði Marcus Morris á Twitter eftir leikinn. „Ég hef spilað í tíu ár á móti þeim bestu og ég stend með mínu siðferði og minni vinnusemi. Ég er keppnismaður og skil allt eftir á gólfinu í hverjum leik,“ skrifaði Morris og bætti við í annarri færslu. „Körfubolti hefur aldrei verið það mikil alvara að maður reyni að meiða einhvern. Ég biðst ekki afsökunar á neinu því ég veit hvað ég legg á mig á hverjum degi. Þetta voru mistök, sættið ykkur við það. Ég spila leikinn til að keppa,“ skrifaði Marcus Morris á Twitter „Ég vil ekki tala við hann. Hann er að segja ljóta hluti við mig allan leikinn. Ég verð bara að halda áfram. Allir hafa sína eigin skoðun. Ég vona að þetta hafi ekki verið viljandi því þá væri það mjög slæmt,“ sagði Luka Doncic eftir leikinn. The sideline view of Marcus Morris stepping on Luka Doncic's injured ankle #NBAPlayoffs pic.twitter.com/t3AIzL7kHJ— Sports ReUp (@SportsReUp) August 26, 2020
NBA Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira