Innflytjendur, fyrst og fremst vinnuafl? Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 14:00 Atvinnuleysi meðal innflytjenda, stærsta minnihlutahópsins á Íslandi mældist um 20% í júlí s.l. en var á landsvísu rétt um 8%,samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun. Kórónafaraldurinn með tilheyrandi atvinnustöðvun og efnahagssamdrætti um víða veröld er líkt og flestir vita meginorsök þessa. Að innflytjendur fái meira en helmingi verri skell en almennt gerist þegar fjöldaatvinnuleysi verður, er ekkert nýtt. Í Hruninu 2008, var atvinnuleysi þeirra frá helmingi og allt að þrisvar sinnum hærra en landsmeðaltalið. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að atvinnuleysi ýtir m.a. undir þunglyndi og einangrun. Við þessar aðstæður skerpast línur og kalla á nauðsyn þess að frekari samþætting (e. integration) innflytjenda inn í íslenskt samfélag verði unnin með kerfisbundnum hætti. Efnahagsþenslur dregið tugi þúsunda til landsins Efnahagsþenslur og atvinnuframboð með tilheyrandi skorti á starfsfólki eru meginástæðurnar og sterkasta aðdráttaraflið, sem laðað hefur innflytendur til landsins. Ef ekki hefði verið fyrir vinnuframlag þeirra hefði þenslan, sem varð í ferðaþjónustunni og efnahagsvöxturinn, sem fylgdi, aldrei orðið að veruleika. Yfir þriðjungur allra, sem þar störfuðu voru innflytjendur auk þeirra sem unnu í afleiddum greinum. Hrun ferðaþjónustunnar kemur því mjög harkalega niður á þeim. Árið 2019 var, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, allt að fimmti hver starfandi á vinnumarkaði innflytjandi og þeir greiða sína skatta og skyldur til samfélagsins. Meirihluti þeirra er á vinnualdri, fáir á eftirlaunaaldri og börn hlutfallslega fá, og opinber gjöld í þeirra þágu því lág. Innflytjendur eru nú um 16% íbúa landsins eða í kringum sextíu þúsund, fyrsta og önnur kynslóð. Fjölgunin er 85% frá árinu 2000, hraði í alþjóðlegum fólksflutningum, sem ekki á sér hliðstæðu í neinu nágrannalandanna. Meirihluti aðfluttra er hvítur, evrópskur og kristinn en aðrir koma lengra að úr fjarlægari heimsálfum og mennningu. Nýju fólki fylgja eðlilega samfélagslegar áskoranir, ólík menning, bakgrunnur og skilningur getur orsakað árekstra og misskilning. En það eru ekki bara innflytjendur, sem þurfa að laga sig að íslensku samfélagi og menningu, heimamenn þurfa líka að leggja sitt af mörkum til að mæta þeim, hvort heldur á vinnumarkaði eða annarstaðar. Það þarf alltaf tvo í tangó, sama máli gegnir um samþættinguna. Fræðsla og skilningur á menningarlegum bakgrunni aðfluttra er ein leið að aukinni samþættingu. Fyrirhyggjuleysi og skuggahliðar Framsýni, skipulag og fyrirhyggja hefur á stundum vantað í hegðun stjórnvalda hér á landi. Áherslan hefur frekar verið á að bregðast við tilteknu ástandi líkt og endurspeglast í því viðhorfi að innflytjendur séu ”vinnuafl” komið hingað á vertíð til að redda heimamönnum þegar hagkerfið hefur bólgnað hraðar út en framboð á vinnukrafti heimamanna hefur annað og hverfi svo á braut í vertíðarlok. Líkt og tölur Hagstofunnar um alþjóðlega fólksflutninga vitna um hefur meginþorri innflytjenda, sem hingað hafa flutt, sest hér að. Fyrirhyggjuleysi birtist m.a. í húsnæðismálum. Húsnæðisskortur og óboðlegt óíbúðarhæft húsnæði, sem innflytjendur hafa neyðst til að búa í, er ekki einstaklingsvandamál innflytjenda heldur samfélagslegt vandamál. Ekki heldur uppsprengt leiguverð, sem hefur verið ríkjandi í áratugi. Dauði innflytjendanna, sem brunnu inn í eldsvoðanum, sem varð á Bræðrarborgarstíg fyrr í sumar var viðbúinn. Spurning hvort gerðar verði grundvallarbreytingar á lögum og reglugerðum og framboði af mannsæmandi húsnæði sem komið gæti í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig. Sú áhersla, sem verið hefur hjá hinu opinbera að bjóða út verk og taka iðulega tilboði lægstbjóðanda er í hæsta máta umdeilanleg þegar vitað er að baki liggur láglaunastefna, sem í raun er ekkert annað en undirboð. Oftar en ekki eru það svo erlendir starfsmenn, sem vinna verkin. Í kreppum eykst hættan á undirboðum og að réttindi launafólks séu vanvirt, innflytjendur eru margir berskjaldaðir fyrir því. Slíkum málum hefur skolað upp á yfirborðið með reglubundnu millibili og ratað í fjölmiðla en gerendur oftar en ekki verið stikkfrí og sloppið með skrekkinn, fyrirtækið sett á hausinn og opnað aftur á nýrri kennitölu næsta dag. Þrátt fyrir margítrekaðar umkvartanir launþegahreyfingingarinnar er kennitöluflakk enn við lýði (sjá m.a. heimasíðu Alþýðusambands Íslands og Eflingar stéttarfélags auk rannsóknar höfundar Innflytjendur í ferðaþjónustu frá 2019). Sömu sögu er að segja um undirboð en þrátt fyrir ákvæði í Lífskjarasamningum aðila vinnumarkaðarins frá 2019, þar sem samið var um að beita sektum við slíkum brotum hefur því ekki verið fylgt eftir af yfirvöldum. Sterkur vinnumarkaður - lagskiptur eftir uppruna og kyni Rétt að undirstrika - þrátt fyrir ofangreindar skuggahliðar - að sá vinnumarkaður, sem bíður innflytjenda hér á landi stendur á afar traustum grunni, er einstaklega vel skipulagður og réttindi og skyldur launafólks jafnt sem atvinnurekenda tryggð með lögum. Innflytjendur færa líka með sér þekkingu, reynslu og menntun, sem hefur auðgað íslenskt samfélag á margvíslegan hátt. Þeir hafa opnað veitingastaði og verslanir, þá er finna í röðum kennara, sérfræðinga í heilbrigðis- félags- og raunvísindum og jafnvel meðal pólitískra fulltrúa auk annara starfsgreina. Íslenskur vinnumarkaður er þrátt fyrir styrk og kosti líka lagskiptur ekki bara eftir kyni heldur líka eftir uppruna þar sem hlutfallslega mjög margir innflytjendur eru neðstir í launa- og virðingarpýramídanum. Lagskiptingin ýtir undir stéttskiptingu. Auk ofantaldra, hafa innflytjendur verið hlutfallslega fjölmennir og samþjappaðir í ákveðin störf, s.s. umönnun, þrif, matvælaframleiðslu, smáiðnað og byggingarvinnu auk ferðaþjónustunnar. Þetta eru meira og minna láglaunastörf, sem ekki krefjast sérmenntunar og bjóða upp á litla framgangsmöguleika/starfsþróun. Slík lagskipting er engan veginn æskileg samfélagsleg þróun. (Hvenær) eiga innflytjendur að læra íslensku? Heimamenn hafa margir horfið úr þessum starfsgreinum svo innflytjendur eru því oft að vinna með samlöndum sínum og öðrum innflytjendum eingöngu, sem nær útlokar að þeir geti lært íslensku af samstarfsfólki. Það er að sjálfsögðu einnig á ábyrgð innflytjenda sjálfra að leggja sig fram um að læra málið. Til þess að svo megi verða þarf bæði hvatningu og aukinn aðgang að íslenskunámskeiðum. Bent hefur verið á að framboð á þeim sé takmarkað og gæði þeirra námskeiða, sem í boði eru hafa verið mjög mismunandi eftir því sem margir vitna um. Fyrir þá sem kunna eitthvað fyrir sér og vilja æfa sig þá höldum við sum að það sé ”náttúrulegt” að tala ensku við alla aðflutta. Það gerist því miður líka oft á blönduðum vinnustöðum. Að eiga öll tjáskipti við innflytjendur á ensku, heldur þeim utangarðs, fyrir utan mörk íslensks málsamfélags. Það kemur líka í veg fyrir að þeir eigi möguleika á framgangi á vinnumarkaði. Þeir fá til að mynda varla vinnu hjá hinu opinbera þar sem íslenskukunnáttu er iðulega krafist. Ein mikilvægasta leiðin til samþættingar er að stuðla að íslenskukunnáttu innflytjenda með öllum tiltækum ráðum. Auður og aðgerðir Meðal innflytjenda eru þúsundir menntaðs fólks, fjölmargir iðn- og tæknimenntaðir auk þeirra sem hafa margskonar háskólamenntun. Hvaða menntun, hvaða auður og þekking býr meðal þeirra liggur ekki fyrir en rannsóknir hafa sýnt að þeim reynist mörgum hverjum erfitt að fá menntun sína metna hér á landi (sbr. rannsóknina Jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði eftir lögfræðingana Claudia Wilson og Auði T. Aðalbjarnardóttur 2019). Að auðvelda mat á menntun þeirra er allra hagur. Annað er sóun á verðmætum. Nú er kreppa og lag fyrir stjórnvöld að snúa vörn í sókn gagnvart málefnum, sem snúa sérstaklega að innflytjendum, stuðla að því að fleiri færist af jaðrinum og í átt að miðjunni og verði samofinn hluti af samfélaginu en ekki einangraðir frá heimamönnum. Það eru ekki bara fyrirtæki ,sem þurfa aðstoð, launafólk og almenningur þarf hana líka. Aðgerðir sem stuðla að samþættingu milli innflytjenda og heimamanna eru fjárfesting til frambúðar. Höfundur, er doktor í menningarmannfræði og framkvæmdastjóri mirra.is og hefur unnið við fræðslu og rannsóknir á innflytjendum á Íslandi í fjölda ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Vinnumarkaður Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi meðal innflytjenda, stærsta minnihlutahópsins á Íslandi mældist um 20% í júlí s.l. en var á landsvísu rétt um 8%,samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun. Kórónafaraldurinn með tilheyrandi atvinnustöðvun og efnahagssamdrætti um víða veröld er líkt og flestir vita meginorsök þessa. Að innflytjendur fái meira en helmingi verri skell en almennt gerist þegar fjöldaatvinnuleysi verður, er ekkert nýtt. Í Hruninu 2008, var atvinnuleysi þeirra frá helmingi og allt að þrisvar sinnum hærra en landsmeðaltalið. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að atvinnuleysi ýtir m.a. undir þunglyndi og einangrun. Við þessar aðstæður skerpast línur og kalla á nauðsyn þess að frekari samþætting (e. integration) innflytjenda inn í íslenskt samfélag verði unnin með kerfisbundnum hætti. Efnahagsþenslur dregið tugi þúsunda til landsins Efnahagsþenslur og atvinnuframboð með tilheyrandi skorti á starfsfólki eru meginástæðurnar og sterkasta aðdráttaraflið, sem laðað hefur innflytendur til landsins. Ef ekki hefði verið fyrir vinnuframlag þeirra hefði þenslan, sem varð í ferðaþjónustunni og efnahagsvöxturinn, sem fylgdi, aldrei orðið að veruleika. Yfir þriðjungur allra, sem þar störfuðu voru innflytjendur auk þeirra sem unnu í afleiddum greinum. Hrun ferðaþjónustunnar kemur því mjög harkalega niður á þeim. Árið 2019 var, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, allt að fimmti hver starfandi á vinnumarkaði innflytjandi og þeir greiða sína skatta og skyldur til samfélagsins. Meirihluti þeirra er á vinnualdri, fáir á eftirlaunaaldri og börn hlutfallslega fá, og opinber gjöld í þeirra þágu því lág. Innflytjendur eru nú um 16% íbúa landsins eða í kringum sextíu þúsund, fyrsta og önnur kynslóð. Fjölgunin er 85% frá árinu 2000, hraði í alþjóðlegum fólksflutningum, sem ekki á sér hliðstæðu í neinu nágrannalandanna. Meirihluti aðfluttra er hvítur, evrópskur og kristinn en aðrir koma lengra að úr fjarlægari heimsálfum og mennningu. Nýju fólki fylgja eðlilega samfélagslegar áskoranir, ólík menning, bakgrunnur og skilningur getur orsakað árekstra og misskilning. En það eru ekki bara innflytjendur, sem þurfa að laga sig að íslensku samfélagi og menningu, heimamenn þurfa líka að leggja sitt af mörkum til að mæta þeim, hvort heldur á vinnumarkaði eða annarstaðar. Það þarf alltaf tvo í tangó, sama máli gegnir um samþættinguna. Fræðsla og skilningur á menningarlegum bakgrunni aðfluttra er ein leið að aukinni samþættingu. Fyrirhyggjuleysi og skuggahliðar Framsýni, skipulag og fyrirhyggja hefur á stundum vantað í hegðun stjórnvalda hér á landi. Áherslan hefur frekar verið á að bregðast við tilteknu ástandi líkt og endurspeglast í því viðhorfi að innflytjendur séu ”vinnuafl” komið hingað á vertíð til að redda heimamönnum þegar hagkerfið hefur bólgnað hraðar út en framboð á vinnukrafti heimamanna hefur annað og hverfi svo á braut í vertíðarlok. Líkt og tölur Hagstofunnar um alþjóðlega fólksflutninga vitna um hefur meginþorri innflytjenda, sem hingað hafa flutt, sest hér að. Fyrirhyggjuleysi birtist m.a. í húsnæðismálum. Húsnæðisskortur og óboðlegt óíbúðarhæft húsnæði, sem innflytjendur hafa neyðst til að búa í, er ekki einstaklingsvandamál innflytjenda heldur samfélagslegt vandamál. Ekki heldur uppsprengt leiguverð, sem hefur verið ríkjandi í áratugi. Dauði innflytjendanna, sem brunnu inn í eldsvoðanum, sem varð á Bræðrarborgarstíg fyrr í sumar var viðbúinn. Spurning hvort gerðar verði grundvallarbreytingar á lögum og reglugerðum og framboði af mannsæmandi húsnæði sem komið gæti í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig. Sú áhersla, sem verið hefur hjá hinu opinbera að bjóða út verk og taka iðulega tilboði lægstbjóðanda er í hæsta máta umdeilanleg þegar vitað er að baki liggur láglaunastefna, sem í raun er ekkert annað en undirboð. Oftar en ekki eru það svo erlendir starfsmenn, sem vinna verkin. Í kreppum eykst hættan á undirboðum og að réttindi launafólks séu vanvirt, innflytjendur eru margir berskjaldaðir fyrir því. Slíkum málum hefur skolað upp á yfirborðið með reglubundnu millibili og ratað í fjölmiðla en gerendur oftar en ekki verið stikkfrí og sloppið með skrekkinn, fyrirtækið sett á hausinn og opnað aftur á nýrri kennitölu næsta dag. Þrátt fyrir margítrekaðar umkvartanir launþegahreyfingingarinnar er kennitöluflakk enn við lýði (sjá m.a. heimasíðu Alþýðusambands Íslands og Eflingar stéttarfélags auk rannsóknar höfundar Innflytjendur í ferðaþjónustu frá 2019). Sömu sögu er að segja um undirboð en þrátt fyrir ákvæði í Lífskjarasamningum aðila vinnumarkaðarins frá 2019, þar sem samið var um að beita sektum við slíkum brotum hefur því ekki verið fylgt eftir af yfirvöldum. Sterkur vinnumarkaður - lagskiptur eftir uppruna og kyni Rétt að undirstrika - þrátt fyrir ofangreindar skuggahliðar - að sá vinnumarkaður, sem bíður innflytjenda hér á landi stendur á afar traustum grunni, er einstaklega vel skipulagður og réttindi og skyldur launafólks jafnt sem atvinnurekenda tryggð með lögum. Innflytjendur færa líka með sér þekkingu, reynslu og menntun, sem hefur auðgað íslenskt samfélag á margvíslegan hátt. Þeir hafa opnað veitingastaði og verslanir, þá er finna í röðum kennara, sérfræðinga í heilbrigðis- félags- og raunvísindum og jafnvel meðal pólitískra fulltrúa auk annara starfsgreina. Íslenskur vinnumarkaður er þrátt fyrir styrk og kosti líka lagskiptur ekki bara eftir kyni heldur líka eftir uppruna þar sem hlutfallslega mjög margir innflytjendur eru neðstir í launa- og virðingarpýramídanum. Lagskiptingin ýtir undir stéttskiptingu. Auk ofantaldra, hafa innflytjendur verið hlutfallslega fjölmennir og samþjappaðir í ákveðin störf, s.s. umönnun, þrif, matvælaframleiðslu, smáiðnað og byggingarvinnu auk ferðaþjónustunnar. Þetta eru meira og minna láglaunastörf, sem ekki krefjast sérmenntunar og bjóða upp á litla framgangsmöguleika/starfsþróun. Slík lagskipting er engan veginn æskileg samfélagsleg þróun. (Hvenær) eiga innflytjendur að læra íslensku? Heimamenn hafa margir horfið úr þessum starfsgreinum svo innflytjendur eru því oft að vinna með samlöndum sínum og öðrum innflytjendum eingöngu, sem nær útlokar að þeir geti lært íslensku af samstarfsfólki. Það er að sjálfsögðu einnig á ábyrgð innflytjenda sjálfra að leggja sig fram um að læra málið. Til þess að svo megi verða þarf bæði hvatningu og aukinn aðgang að íslenskunámskeiðum. Bent hefur verið á að framboð á þeim sé takmarkað og gæði þeirra námskeiða, sem í boði eru hafa verið mjög mismunandi eftir því sem margir vitna um. Fyrir þá sem kunna eitthvað fyrir sér og vilja æfa sig þá höldum við sum að það sé ”náttúrulegt” að tala ensku við alla aðflutta. Það gerist því miður líka oft á blönduðum vinnustöðum. Að eiga öll tjáskipti við innflytjendur á ensku, heldur þeim utangarðs, fyrir utan mörk íslensks málsamfélags. Það kemur líka í veg fyrir að þeir eigi möguleika á framgangi á vinnumarkaði. Þeir fá til að mynda varla vinnu hjá hinu opinbera þar sem íslenskukunnáttu er iðulega krafist. Ein mikilvægasta leiðin til samþættingar er að stuðla að íslenskukunnáttu innflytjenda með öllum tiltækum ráðum. Auður og aðgerðir Meðal innflytjenda eru þúsundir menntaðs fólks, fjölmargir iðn- og tæknimenntaðir auk þeirra sem hafa margskonar háskólamenntun. Hvaða menntun, hvaða auður og þekking býr meðal þeirra liggur ekki fyrir en rannsóknir hafa sýnt að þeim reynist mörgum hverjum erfitt að fá menntun sína metna hér á landi (sbr. rannsóknina Jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði eftir lögfræðingana Claudia Wilson og Auði T. Aðalbjarnardóttur 2019). Að auðvelda mat á menntun þeirra er allra hagur. Annað er sóun á verðmætum. Nú er kreppa og lag fyrir stjórnvöld að snúa vörn í sókn gagnvart málefnum, sem snúa sérstaklega að innflytjendum, stuðla að því að fleiri færist af jaðrinum og í átt að miðjunni og verði samofinn hluti af samfélaginu en ekki einangraðir frá heimamönnum. Það eru ekki bara fyrirtæki ,sem þurfa aðstoð, launafólk og almenningur þarf hana líka. Aðgerðir sem stuðla að samþættingu milli innflytjenda og heimamanna eru fjárfesting til frambúðar. Höfundur, er doktor í menningarmannfræði og framkvæmdastjóri mirra.is og hefur unnið við fræðslu og rannsóknir á innflytjendum á Íslandi í fjölda ára.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun