Handbolti

Úr­slita­helgi Meistara­deildarinnar í hand­bolta gæti farið fram í ágúst

Anton Ingi Leifsson skrifar
Æskuvinirnir Aron Pálmarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson eru komnir í 16 og 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Æskuvinirnir Aron Pálmarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson eru komnir í 16 og 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. vísir/getty
Úrslitahelgin í Meistaradeildinni í handbolta gæti verið færð vegna kórónuveirunnar frá lok maí þangað til í ágúst.

Þetta segir í frétt á vef EHF en þar segjast menn fylgjast vel með gangi mála. Ekkert hefur verið staðfest en forráðamenn munu fylgjast vel með stöðunni á næstunni.

Final 4-helgin á að fara fram í Köln helgina 30. og 31. maí en á vef EHF segir að möguleiki sé að spila undanúrslitin og úrslitaleikinn þann 22. og 23. ágúst.







16-liða úrslitin í Meistaradeildinni eiga að fara fram 22. og 28. mars en Íslendingaliðin Álaborg, Pick Szeged, PSG og Barcelona eru enn í keppninni.

Það er ekki bara úrslitahelgin í Meistaradeildinni heldur einnig eru það úrslitahelgi í Evrópukeppninni karla og kvenna sem og landsleikir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×