Körfubolti

Frestað í 1. deildinni vegna hugsan­legs smits

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kórónuveiran hefur breiðst hratt út.
Kórónuveiran hefur breiðst hratt út. vísir/vilhelm
Sindri og Selfoss áttu að mætast í 1. deild karla í kvöld en leiknum hefur nú verið frestað vegna hugsanlegs smits í herbúðum Selfyssinga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Selfyssingum fyrr í dag en ný dagsetning á leikinn hefur ekki verið gefinn út.

Í tilkynningunni segir að leikmaðurinn hafi sótt tíma í Fjölbrautaskóla Suðurlands en þar hafi einn kennarinn verið greindur með smit. Fleiri leikmenn Selfoss sóttu einnig tíma hjá viðkomandi kennara.

Fréttatilkynning Selfoss:

Leik Selfoss gegn Sindra, sem fram átti að fara í kvöld í Hornafirði, hefur verið frestað vegna hugsanlegs smits í leikmannahópi Selfoss.

Kennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur greinst með kórónasmit og leikmaður Selfossliðsins sótti tíma hjá viðkomandi kennara, en það gerðu einnig nemendur í körfuboltaakademíu Selfoss-Körfu. Viðkomandi leikmaður æfði í gær með liðinu, en upplýsingar um smitið í skólanum bárust í  morgun. Ekkert liggur fyrir um hvort leikmaðurinn, og þar með leikmannahópur Selfoss, hefur smitast af veirunni, en í ljósi þessara upplýsinga ákvað KKÍ að leikurinn í kvöld færi ekki fram.

Að svo stöddu munu æfingar yngri iðkenda fara fram skv. stundatöflu, enda eru grunn- og leikskólar starfandi.

KKÍ hefur ákveðið að fella niður alla leiki, nema í 1. deild karla og Dominosdeildum karla og kvenna.

Frekari upplýsingar verða birtar hér þegar þær berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×