Handbolti

Aalborg vann Íslendingaslaginn og mætir Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Janus Daði og félagar enduðu í 4. sæti A-riðils Meistaradeildar Evrópu.
Janus Daði og félagar enduðu í 4. sæti A-riðils Meistaradeildar Evrópu. vísir/getty

Aalborg sigraði Elverum, 30-28, í Íslendingaslag í lokaumferð riðlakeppninnar í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag.

Með sigrinum tryggði Aalborg sér 4. sætið í A-riðli. Elverum endaði hins vegar í áttunda og neðsta sæti riðilsins. Í 16-liða úrslitunum mætir Aalborg Porto.

Sigvaldi Guðjónsson skoraði sex mörk og var næstmarkahæstur í liði Elverum.

Janus Daði Smárason skoraði eitt mark fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon komst ekki á blað.

Guðjón Valur Sigurðsson var ekki á meðal markaskorara hjá Paris Saint-Germain sem vann stórsigur á Zabreb, 37-26.

PSG endaði í 2. sæti A-riðils og mætir Dinamo Búkarest í 16-liða úrslitunum.

Í þýsku úrvalsdeildinni vann Stuttgart sex marka sigur á Balingen-Weilstetten í Íslendingaslag, 32-26.

Elvar Ásgeirsson var ekki á meðal markaskorara hjá Stuttgart sem hefur unnið þrjá leiki í röð. Liðið er í 12. sæti deildarinnar.

Oddur Gretarsson skoraði sex mörk fyrir Balingen sem er í sautjánda og næstneðsta sæti deildarinnar. Fjögur af mörkum Odds komu af vítalínunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×