Körfubolti

Finnur Freyr væntanlega á heimleið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Finnur Freyr á hliðarlínunni með landsliðinu.
Finnur Freyr á hliðarlínunni með landsliðinu. vísir/bára

Einn sigursælasti körfuknattleiksþjálfari landsins, Finnur Freyr Stefánsson, mun að öllum líkindum snúa aftur heim í sumar.

Finnur Freyr fór til danska liðsins Horsens síðasta sumar og skrifaði þá undir tveggja ára samning við félagið. Samkvæmt heimildum íþróttadeildar mun Finnur Freyr þó aðeins klára þetta tímabil og koma svo heim.

Finnur á einstakan feril sem þjálfari í meistaraflokki á Íslandi því undir hans stjórn varð KR Íslandsmeistari fimm ár í röð. Hann vann einnig bikarinn tvisvar með KR. Hann tók sér svo frí frá þjálfun áður en hann fór út.

Þjálfarinn kom liði Horsens í bikarúrslit í Danmörku á dögunum en þar varð liðið að sætta sig við tap. Liðið er í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Finnur Freyr vildi ekki staðfesta í samtali við íþróttadeild að hann væri á heimleið en sagði að hans mál myndu skýrast á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×