Handbolti

Gísli Þorgeir skrifaði undir þriggja ára samning við Magdeburg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Forráðamenn Magdeburg hafa greinilega mikla trú á Gísla.
Forráðamenn Magdeburg hafa greinilega mikla trú á Gísla. vísir/getty

Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Magdeburg.

Gísli gekk í raðir Magdeburg í janúar en meiddist illa á öxl í fyrsta leik sínum fyrir félagið. Hann fór í aðgerð og leikur ekki meira með Magdeburg á tímabilinu.

Hafnfirðingurinn vonast til að vera klár í slaginn með Magdeburg fyrir næsta tímabil.

Gísli var á mála hjá Kiel í eitt og hálft tímabil en lék lítið vegna meiðsla.

Annar leikstjórnandi, Slóveninn Marko Bezjak, hefur einnig skrifað undir nýjan samning við Magdeburg.



Magdeburg er í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Næsti leikur Magdeburg er gegn Erlangen í kvöld.


Tengdar fréttir

Gísli leikur ekki meira á tímabilinu

Gísli Þorgeir Kristjánsson mun ekki leika meira á leiktíðinni í þýska handboltanum eftir að hafa meiðst illa um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×