Handbolti

Sportpakkinn: „Sárt að detta út en hlakka til að spila aftur íþróttina sem ég elska svo mikið“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gísli hefur verið þjakaður af meiðslum undanfarin tvö ár.
Gísli hefur verið þjakaður af meiðslum undanfarin tvö ár. vísir/friðrik þór

Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson segir að endurteknum axlarmeiðslum og fjarveru vegna þeirra fylgi mikill tilfinningarússíbani.

Gísli fór úr axlarlið í sínum fyrsta leik fyrir Magdeburg í byrjun þessa mánaðar og spilar ekki meira á þessu tímabili. Gísli fór undir hnífinn og við tekur enn ein endurhæfingin.

„Þetta var ótrúlega mikið sjokk. Þetta var fyrsti leikur eftir svo góða endurhæfingu. Eftir að hafa farið úr lið fyrst leit allt ótrúlega vel út og læknarnir voru ótrúlega ánægðir með stöðuna,“ sagði Gísli í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.

„Svo kom þetta upp undir lok leiks gegn Flensburg. Ég var mjög leiður og sorgmæddur þetta kvöld, satt að segja.“

Það versta kemur alltaf upp í hugann

Gísli gengur sárþjáður af velli í sínum fyrsta leik fyrir Magdeburg. vísir/getty

Gísli segist hafa óttast að ferilinn væri á enda þegar hann meiddist gegn Flensburg.

„Eftir yfirlýsingar frá læknum hugsaði ég það versta. Alltaf þegar þetta gerist kemur það versta upp í hugann,“ sagði Gísli. Ein þeirra tilfinninga sem koma upp í mótlætinu er reiði.

„Ég hef alveg verið reiður og maður á sínar neikvæðu hliðar. En ég reyni alltaf að hugsa jákvætt og taka það góða út,“ sagði Gísli.

Hafnfirðingurinn vonast til að geta byrjað að spila með Magdeburg í byrjun næsta tímabils.

„Þetta tímabil er frá en ég verð tilbúinn fyrir undirbúningstímabilið. Ég fullur tilhlökkunar að byrja aftur að spila handbolta, íþróttina sem ég elska svo mikið. Það var svo sárt að detta aftur út,“ sagði Gísli.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Reynir að hugsa jákvætt

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.