Ábyrg afstaða Stefán Pétursson skrifar 7. mars 2020 09:00 Félagsmenn Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna (LSS) eru með þessari ákvörðun að taka ábyrga afstöðu til samfélagsins og fresta boðuðu verkfalli. Félagsmenn LSS eru fólkið í framlínu utanspítalaþjónustu á Íslandi og oftar en ekki fyrsti snertipunktur fólks við heilbrigðisþjónustuna. Það er von mín og trú að viðsemjendur félagsins séu ekki svo óforskammaðir að nýta sér þessa ábyrgu afstöðu félagsmanna, til að fresta viðræðum um launakjör stéttarinnar, því vil ég ekki og ætla ekki að trúa. Slík framkoma væri í besta falli aumkunarverð tilraun til að koma sér hjá því að eiga uppbyggilegar viðræður við samninganefnd félagsins. Nú ríður á að viðsemjendur félagsins taki sömu ábyrgu afstöðu til félagsmanna LSS, og því mikilvæga starfi sem þessi stétt sinnir, og hafi frumkvæði að því að klára kjarasamning við félagið. Stærsta verkefnið núna er að taka höndum saman í baráttunni við þann vágest sem nú knýr dyra hjá okkar þjóð, og með því að klára kjarasamning sem fyrst, með slíkum sóma að eftir verði tekið, verður mun auðveldara fyrir félagsmenn að beina öllum sínum kröftum og athygli að þeirri baráttu, í stað þess að veikja andlegt þrek og atgerfi með þrasi og þrætum um löngu verðskulduð og bætt launakjör. Verkefnin framundan eru ærin og eiga bara eftir að stækka og vaxa að umfangi. Ekki er ásættanlegt fyrir félagsmenn LSS að þurfa, ofan í þá ógn sem steðjar að samfélaginu nú um þessar mundir, að hafa að sama skapi áhyggjur af framfærslu sinni og eigin velferð að viðbættum áhyggjum af heilsu og líðan sinna nánustu. Samningar okkar hafa verið lausir í að verða 1 ár og löngu kominn tími á verulega bætt kjör. Á næstu vikum og mánuðum mun reyna mikið á félagsmenn LSS og ekki síður fjölskyldur þeirra. Nú eiga ríki og sveitarfélög að hysja upp um sig buxurnar og ganga fram fyrir skjöldu með þeim myndugleik og reisn sem sæmir þeim sem völdin hafa og drífa í að semja um verulegar kjarabætur til handa okkar félagsmanna. Við, félagsmenn LSS, erum framvarðarsveit utanspítalaþjónustu á Íslandi, skjöldur og sverð heilbrigðiskerfisins á vettvangi slysa og hamfara og það erum við sem komum til þín á þinni verstu stund og við leggjum allt í sölurnar fyrir þína velferð og fjölskyldu þína. Við viljum ekki smitast af Covid 19 veirunni frekar en hver annar, en við munum svo sannarlega mæta til þín, þurfir þú á okkur að halda, og gera okkar allra besta í þína þágu með þína velferð að leiðarljósi. Það eru ekki launin sem er hvatinn sem drífur okkur áfram, heldur sú þörf okkar allra að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja þína velferð og þitt heilbrigði, þörfin til að hjálpa meðbræðrum og systrum okkar, þörfin til að láta gott af sér leiða. Þessvegna frestum við boðuðum verkfallsaðgerðum, í þína þágu og í þágu samfélagsins. Auðvitað viljum við hærri og betri laun og launakjör, en samviska okkar allra segir okkur að nú verðum við að fresta aðgerðum, því samfélagið þarfnast okkar sem aldrei fyrr og frá þeirri ábyrgð munum við aldrei víkja. Velferð samfélagsins er okkur efst í huga.Höfundur er sjúkraflutningamaður og nemandi í Opinberri stjórnsýslu við Háskólann á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Félagsmenn Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna (LSS) eru með þessari ákvörðun að taka ábyrga afstöðu til samfélagsins og fresta boðuðu verkfalli. Félagsmenn LSS eru fólkið í framlínu utanspítalaþjónustu á Íslandi og oftar en ekki fyrsti snertipunktur fólks við heilbrigðisþjónustuna. Það er von mín og trú að viðsemjendur félagsins séu ekki svo óforskammaðir að nýta sér þessa ábyrgu afstöðu félagsmanna, til að fresta viðræðum um launakjör stéttarinnar, því vil ég ekki og ætla ekki að trúa. Slík framkoma væri í besta falli aumkunarverð tilraun til að koma sér hjá því að eiga uppbyggilegar viðræður við samninganefnd félagsins. Nú ríður á að viðsemjendur félagsins taki sömu ábyrgu afstöðu til félagsmanna LSS, og því mikilvæga starfi sem þessi stétt sinnir, og hafi frumkvæði að því að klára kjarasamning við félagið. Stærsta verkefnið núna er að taka höndum saman í baráttunni við þann vágest sem nú knýr dyra hjá okkar þjóð, og með því að klára kjarasamning sem fyrst, með slíkum sóma að eftir verði tekið, verður mun auðveldara fyrir félagsmenn að beina öllum sínum kröftum og athygli að þeirri baráttu, í stað þess að veikja andlegt þrek og atgerfi með þrasi og þrætum um löngu verðskulduð og bætt launakjör. Verkefnin framundan eru ærin og eiga bara eftir að stækka og vaxa að umfangi. Ekki er ásættanlegt fyrir félagsmenn LSS að þurfa, ofan í þá ógn sem steðjar að samfélaginu nú um þessar mundir, að hafa að sama skapi áhyggjur af framfærslu sinni og eigin velferð að viðbættum áhyggjum af heilsu og líðan sinna nánustu. Samningar okkar hafa verið lausir í að verða 1 ár og löngu kominn tími á verulega bætt kjör. Á næstu vikum og mánuðum mun reyna mikið á félagsmenn LSS og ekki síður fjölskyldur þeirra. Nú eiga ríki og sveitarfélög að hysja upp um sig buxurnar og ganga fram fyrir skjöldu með þeim myndugleik og reisn sem sæmir þeim sem völdin hafa og drífa í að semja um verulegar kjarabætur til handa okkar félagsmanna. Við, félagsmenn LSS, erum framvarðarsveit utanspítalaþjónustu á Íslandi, skjöldur og sverð heilbrigðiskerfisins á vettvangi slysa og hamfara og það erum við sem komum til þín á þinni verstu stund og við leggjum allt í sölurnar fyrir þína velferð og fjölskyldu þína. Við viljum ekki smitast af Covid 19 veirunni frekar en hver annar, en við munum svo sannarlega mæta til þín, þurfir þú á okkur að halda, og gera okkar allra besta í þína þágu með þína velferð að leiðarljósi. Það eru ekki launin sem er hvatinn sem drífur okkur áfram, heldur sú þörf okkar allra að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja þína velferð og þitt heilbrigði, þörfin til að hjálpa meðbræðrum og systrum okkar, þörfin til að láta gott af sér leiða. Þessvegna frestum við boðuðum verkfallsaðgerðum, í þína þágu og í þágu samfélagsins. Auðvitað viljum við hærri og betri laun og launakjör, en samviska okkar allra segir okkur að nú verðum við að fresta aðgerðum, því samfélagið þarfnast okkar sem aldrei fyrr og frá þeirri ábyrgð munum við aldrei víkja. Velferð samfélagsins er okkur efst í huga.Höfundur er sjúkraflutningamaður og nemandi í Opinberri stjórnsýslu við Háskólann á Bifröst.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun