Handbolti

Steinunn: Varnarleikurinn og markvarslan var á sturluðu stigi

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Steinunn Björnsdóttir var í skýjunum í fagnaðarlátunum í Laugardalshöll í dag.
Steinunn Björnsdóttir var í skýjunum í fagnaðarlátunum í Laugardalshöll í dag. vísir/daníel

Maður leiksins, Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var að sjálfsögðu hæstánægð eftir sigurinn á KA/Þór í bikarúrslitaleiknum í handbolta í Laugardalshöll í dag.

„Við erum búnar að bíða lengi eftir þessu, erum búnar að spila frábærlega í allan vetur og loksins erum við búnar að vinna eitthvað. Nú getum við hætt að segja í viðtölum að það sé ekkert ennþá komið.“

Steinunn segir að það sé margt sem spilar inní og útskýri þessa gríðarlegu yfirburði sem liðið hafði um helgina.

„Það er svo margt, við vorum að spila fáranlega vel saman, varnarleikurinn og markvarslan, var að mínu mati, á sturluðu leveli.“

„Við vorum að keyra vel á þær á fyrstu 30 og þær áttu ekki séns í dag, en þær eru með frábært lið.“

„Mig langar að nýta tækifærið og fá að hrósa stúkunum báðum, sérstaklega KA/Þór stúkunni þau létu vel í sér heyra allan leikinn þrátt fyrir að vera mikið undir. Svona á þetta að vera á öllum leikjum.“

Fram fór með 13 marka forystu inn í klefa í hálfleik en Steinunn segir að liðið hafi farið vel yfir það að halda gæðunum uppi þrátt fyrir mikla yfirburði

„Við vildum halda gæðunum uppi, það er fullt af fólki komið til þess að horfa og við þurftum að halda áfram að spila vel og fagna til áhorfenda.“

En er þetta fyrsti titillinn af þremur?

„Já, ég vona það.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×