Handbolti

Sviss mótherji Íslands í umspilinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur gat leyft sér að brosa yfir drættinum.
Guðmundur gat leyft sér að brosa yfir drættinum. vísir/getty
Ísland mætir Sviss í umspilsleikjum um laust sæti á HM 2021 í handbolta sem fer fram í Egyptalandi, 15. til 31. janúar á næsta ári.

Sviss lék síðast á HM þegar mótið fór fram á Íslandi árið 1995 en síðan þá hefur liðið ekki komist á heimsmeistaramót.

Sviss var í riðli með Slóveníu, Svíþjóð og Póllandi á EM sem fór fram í janúar. Þeir töpuðu með 13 mörkum gegn Svíþjóð, fjórum mörkum gegn Póllandi en unnu sjö marka sigur á Póllandi.

Dregið var í Vín í dag en Ísland var í efri styrkleikaflokknum fyrir dráttinn í dag. Liðunum var skipt í tvo flokka, neðri- og efri styrkleikaflokk.

Til stendur að Tyrkland og Rússland, Rúmenía og Bosnía Herzegóvína, Pólland og Litháen, Ísrael og Lettland mætist í leikjum heima og að heiman upp úr miðjum apríl þar sem úr fæst skorið hvaða fjögur lið taka þátt í umspilsleikjunum í vor.

Fyrri umferð umspilsleikjanna fyrir HM fer fram 5. til 7. júní og sú síðari 9. til 11. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×