Handbolti

Ís­lendingarnir náðu sér ekki á strik í tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu en Rúnar skoraði fjögur mörk í kvöld.
Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu en Rúnar skoraði fjögur mörk í kvöld. vísir/getty
Íslendingaliðið, Ribe-Esbjerg, tapaði nokkuð óvænt fyrir Århus í danska handboltanum í dag en Árósar-liðið vann fjögurra marka sigur, 27-23. Gestirnir frá Árósum voru 14-11 yfir í hálfleik.

Rúnar Kárason skoraði fjögur mörk úr ellefu skotum og gaf eina stoðsendingu en Daníel Þór Ingason og Gunnar Steinn Jónsson komust ekki á blað. Gunnar Steinn gaf tvær stoðsendingar.

Ribe-Esbjerg er í 7. sæti deildarinnar með 24 stig en átta efstu liðin fara í úrslitakeppnina. SönderjyskE og Århus eru með 22 stig í níunda og tíunda sætinu svo ekki má miklu muna.

Þráinn Orri Jónsson skoraði þrjú mörk úr þremur skotum er Bjerringbro-Silkeborg vann fjögurra marka sigur á Nordsjælland, 34-30. Bjerringbro-Silkeborg er í 4. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×