Körfubolti

Doncic og bekkurinn sá til þess að Dallas jafnaði gegn Clippers

Anton Ingi Leifsson skrifar
Doncic í leik fyrr á tímabilinu.
Doncic í leik fyrr á tímabilinu. vísir/getty

Luka Doncic gerði 28 stig er Dallas jafnaði metin í 1-1 gegn LA Clippers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Lokatölur 127-114.

Doncic gerði 28 stig í leiknum í nótt og gaf sjö stoðsendingar en bekkurinn hjá Dallas skilaði einnig 47 stigum sem gerði gæfumuninn.

Kawhi Leonard var stigahæstur hjá Clippers með 35 stig.

Boston er komið í 2-0 gegn Philadelphia eftir 128-101 sigur og Toronto er einnig komið í 2-0 gegn Brooklyn með 104-99 sigri í leik liðanna í nótt.

Eftir að hafa tapað í fyrsta leiknum í framlengingu þá náði Utah að jafna metin gegn Denver í nótt. Donovan Mitchell gerði 30 stig fyrir Utah.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.