Handbolti

Arnar Freyr sterkur í miklum Íslendingaslag

Sindri Sverrisson skrifar
Arnar Freyr Arnarsson skoraði fimm mörk í kvöld.
Arnar Freyr Arnarsson skoraði fimm mörk í kvöld. vísir/getty

Arnar Freyr Arnarsson skoraði fimm mörk úr jafnmörgum skotum þegar lið hans GOG vann SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 33-26, á útivelli.

Viktor Gísli Hallgrímsson átti einnig fínan leik fyrir GOG og varði 31% skota sem hann fékk á sig. Óðinn Þór Ríkharðsson komst hins vegar ekki á blað.

Hjá SönderjyskE var Arnar Birkir Hálfdánsson með 3 mörk og Sveinn Jóhannsson nýtti bæði skotin sín.

Með sigrinum styrkti GOG stöðu sína í 3. sæti en liðið er með 28 stig, stigi á eftir Holstebro. SönderjyskE er í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni en liðið er í 8. sæti með 20 stig, jafnmörg og Mors-Thy í 9. sæti sem á nú leik til góða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.