Handbolti

Breki: Ólíklegt að ég fari í Grillið

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Breki Dagsson og félagar í Fjölni féllu í dag.
Breki Dagsson og félagar í Fjölni féllu í dag. vísir/daníel

„Þetta er nátturlega ótrúlega súrt“ sagði Breki Dagsson, leikmaður Fjölnis, eftir að það varð ljóst að liðið myndi ekki spila í Olís deildinni á næsta tímabili.  

„Ef maður lítur tilbaka þá eru við anskoti nálægt þessu í alltof mörgum leikjum í vetur og erum oft óheppnir. Enn svo getum við sjálfum okkur kennt að tapa þessum úrslitaleikjum gegn liðunum í kringum okkur“

Breki sem er besti leikmaður liðsins, hefur átt virkilega gott tímabil fyrir liðið en hann telur nú líklegt að hann kveðji uppeldisfélagið eftir tímabilið

„Ég hef í rauninni ekkert pælt í þessu en mér finnst ólíklegt að ég fari aftur í Grillið“ sagði Breki sem telur líklegt að hann spili í efstu deild á næsta tímabili 

„Annars er ég ekki kominn svo langt að ég er ekki farinn að pæla almennilega í þessu“ 

Þrjár umferðir eru eftir enn Breki segir að liðið þurfi að mæta í þá leiki og spila uppá stoltið 

„Við þurfum bara að spila uppá stoltið. Það þýðir ekkert að hætta núna, þá getum við alveg eins gefið leikina. Við þurfum bara að mæta og sýna úr hverju við erum byggðir og vonandi ná í einhver úrslit“ sagði Breki að lokum


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×