Íslensk EGG – heilnæm og örugg Sigmar Vilhjálmsson skrifar 24. febrúar 2020 15:30 Í nýlegri samantekt frá Food and Safety news kemur fram að tæplega 250 nýjar sýkingar af völdum Salmónellu hafa verið skráðar í mörgum Evrópulöndum sem rekja má til eggjaframleiðslu í Póllandi. Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) og Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) greindu frá því að í janúar á þessu ári hafi 18 lönd greint frá 656 staðfestum og 202 líklegum tilvikum síðan í febrúar 2017. Það eru 385 staðfest sögulega og 413 sögulega líkleg tilfelli sem ganga allt aftur til ársins 2012 sem gerir þetta að stærsta evrópska Salmónellu Enteritidis faraldri sem mælst hefur. Embættismenn ECDC sögðu þó að raunverulegt umfang faraldursins væri líklega vanmetið. Frá því í nóvember 2018 hefur verið greint frá 248 nýjum tilvikum, þar af voru 124 staðfest, 36 líkleg, 42 sögulegar staðfestar og 46 sögulegar líkur á sýkingum. Meira en 1.600 einstaklingar hafa veikst síðan 2012 frá ólíkum löndum. Belgía, Króatía, Tékkland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía, Lúxemborg, Holland, Noregur, Pólland, Rúmenía, Slóvenía, Svíþjóð og Bretland hafa skráð 1.656 smit frá því 2012. Bretland er með mest með 688 staðfest og líkleg mál, Holland er með 280, Belgía er með 202 og Tékkland er með 111. Upplýsingar um sjúkrahúsvist eru tiltækar fyrir 427 sjúklinga í 12 löndum og 136 þurftu sjúkrahúsmeðferð meðal staðfestra og sögulegra staðfestra tilfella. Einnig var greint frá tveimur sögulegum dauðsföllum, barni og öldruðum sjúklingi. Stærstu hópsýkingarnar hérlendis á síðastliðnum árum voru árið 1996 af völdum S. Enteritidis í rjómabollum og árið 2000, þegar S. Typhimurium barst með jöklasalati. Í skýrslu MAST frá nóvember 2019 kemur fram að „Það hefur aldrei verið hægt að staðfesta matarborna hópsýkingar í fólki hérlendis vegna innlendra eggja“. Hvað segir það okkur um íslenska eggjaframleiðslu? Það skiptir máli að neytendur viti hvort þeir séu að borða íslensk egg eða innflutt egg. Það er á ábyrgð innflytjanda og söluaðila að upplýsa neytendur hvaða vöru verið er að selja og hvaðan hún kemur. Sérstaklega þegar kemur að fersku hráefni sem borið getur með sér bannvænar veirusýkingar eins og Salmónellu. Sem betur fer búum við svo vel að vera með eina bestu og heilnæmustu eggjaframleiðslu í heimi og getum vel annað allri eftirspurn. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri samantekt frá Food and Safety news kemur fram að tæplega 250 nýjar sýkingar af völdum Salmónellu hafa verið skráðar í mörgum Evrópulöndum sem rekja má til eggjaframleiðslu í Póllandi. Sóttvarnarstofnun Evrópu (ECDC) og Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) greindu frá því að í janúar á þessu ári hafi 18 lönd greint frá 656 staðfestum og 202 líklegum tilvikum síðan í febrúar 2017. Það eru 385 staðfest sögulega og 413 sögulega líkleg tilfelli sem ganga allt aftur til ársins 2012 sem gerir þetta að stærsta evrópska Salmónellu Enteritidis faraldri sem mælst hefur. Embættismenn ECDC sögðu þó að raunverulegt umfang faraldursins væri líklega vanmetið. Frá því í nóvember 2018 hefur verið greint frá 248 nýjum tilvikum, þar af voru 124 staðfest, 36 líkleg, 42 sögulegar staðfestar og 46 sögulegar líkur á sýkingum. Meira en 1.600 einstaklingar hafa veikst síðan 2012 frá ólíkum löndum. Belgía, Króatía, Tékkland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Ítalía, Lúxemborg, Holland, Noregur, Pólland, Rúmenía, Slóvenía, Svíþjóð og Bretland hafa skráð 1.656 smit frá því 2012. Bretland er með mest með 688 staðfest og líkleg mál, Holland er með 280, Belgía er með 202 og Tékkland er með 111. Upplýsingar um sjúkrahúsvist eru tiltækar fyrir 427 sjúklinga í 12 löndum og 136 þurftu sjúkrahúsmeðferð meðal staðfestra og sögulegra staðfestra tilfella. Einnig var greint frá tveimur sögulegum dauðsföllum, barni og öldruðum sjúklingi. Stærstu hópsýkingarnar hérlendis á síðastliðnum árum voru árið 1996 af völdum S. Enteritidis í rjómabollum og árið 2000, þegar S. Typhimurium barst með jöklasalati. Í skýrslu MAST frá nóvember 2019 kemur fram að „Það hefur aldrei verið hægt að staðfesta matarborna hópsýkingar í fólki hérlendis vegna innlendra eggja“. Hvað segir það okkur um íslenska eggjaframleiðslu? Það skiptir máli að neytendur viti hvort þeir séu að borða íslensk egg eða innflutt egg. Það er á ábyrgð innflytjanda og söluaðila að upplýsa neytendur hvaða vöru verið er að selja og hvaðan hún kemur. Sérstaklega þegar kemur að fersku hráefni sem borið getur með sér bannvænar veirusýkingar eins og Salmónellu. Sem betur fer búum við svo vel að vera með eina bestu og heilnæmustu eggjaframleiðslu í heimi og getum vel annað allri eftirspurn. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar