Körfubolti

Embi­id aldrei skorað meira og Hard­en dró Hou­­ston í land | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Embiid í leiknum í nótt.
Embiid í leiknum í nótt. vísir/getty

Milwaukee, sem er fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA þetta tímabilið, vann sigur á Washington í framlengdum leik í nótt, 137-134.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 123-123 en heimaenn í Washington náðu að tryggja sér framlenginguna með frábærum fjórða leikhluta.

Aldrei slíku vant var Giannis Antetokounmpo ekki stigahæstur hjá Milwaukee en Khris Middleton gerði 40 stig. Bradley Beal gerði 55 stig fyrir Washington.
LA Clippers vann góðan sigur á heimavelli er liðið rúllaði yfir Memphis, 124-97. Kawhi Leonard gerði 25 stig fyrir Clippers.

James Harden var einu sinni sem oftar stigahæstur hjá Houston en hann gerði 37 stig og gaf níu stoðsendingar er liðið vann 123-112 sigur á New York á heimavelli.

Joel Embiid sló met sitt yfir flest skoruð stig í einum og sama leiknum en hann gerði 49 stig og tók fjórtán fráköst er Philadelphia vann sigur á Atlanta, 129-112.
Úrslit næturinnar:
Miami - Cleveland 119-125
Atlanta - Philadelphia 112-129
Milwaukee - Washington 137-134
Orlando - Brooklyn 115-113
New York - Houston 112-123
Minnesota - Dallas 123-139
Phoenix - Utah 131-111
Memphis - LA Clippers 97-127

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.