Tárin runnu hjá Michael Jordan: Hluti af mér dó þegar Kobe dó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 08:00 Tárin runnu niður kinnar Jordan í ræðunni. Getty/Kevork Djansezian Michael Jordan hélt mjög tilfinningaríka ræðu á minningarathöfninni um Kobe Bryant sem fór fram í Staples Center í gær. Körfuboltamaðurinn Kobe Bryant ætlaði sér alltaf að vera jafngóður ef ekki betri en Michael Jordan. Kobe náði því kannski alveg en komst upp á stall með þeim allra besta og átti magnaðan feril í NBA-deildinni. Kobe Bryant fórst í þyrluslysi ásamt Gigi dóttur sinni og sjö öðrum í lok janúar. Í gær, 24.2, var haldin minningarathöfn um Bryant feðginin en þau spiluðu með númer 24 og 2 á bakinu. Michael Jordan fór upp í pontu og hélt eftirminnilega ræðu. Hann réð ekki við tárin þegar hann minntist litla bróður síns eins og hann kallaði Kobe. Michael Jordan got quite emotional while speaking at the memorial service for Kobe and Gianna Bryant. pic.twitter.com/z8YhHE2pT3— USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 24, 2020 Vanessa Bryant, kona Kobe Bryant, hélt ræðu á undan Michael Jordan og Jordan hjálpaði henni síðan niður af sviðinu áður en hann hélt sína ræðu. „Þegar Kobe dó þá dó líka hluti af mér. Þegar ég horfi yfir salinn og yfir allan heiminn þá held ég að hluti af ykkur öllum hafi líka dáið,“ sagði Michael Jordan meðal annars í ræðunni. „Hann vildi verða eins góður körfuboltamaður og hann gat orðið. Um leið og ég kynntist honum þá vildi ég verða besti stóri bróðir sem ég gat orðið,“ sagði Jordan. „Ég lofa ykkur því að hér eftir mun ég varðveita minningarnar vitandi það að ég átti lítinn bróður. Ég reyndi að hjálpa eins og ég gat,“ sagði Jordan. "When Kobe Bryant died, a piece of me died." —Michael Jordan during Kobe and Gianna's Celebration of Life pic.twitter.com/U2Lyj8AyUZ— ESPN (@espn) February 24, 2020 Michael Jordan réð ekki við tárin þegar hann hélt ræðuna þó svo að hann hefði lofað eiginkonu sinni að gráta ekki. „Ég sagi við konuna mína að ég ætlaði ekki að gráta. Ég hafði ekki áhuga á að sjá myndir af mér grátandi næstu þrjú eða fjögur árin,“ sagði Jordan en það varð raunin þegar hann táraðist í ræðu sinni þegar kappinn var tekinn inn í Frægðarhöll körfuboltans. Menn voru þá fljótir að fara leika sér af setja grátandi Jordan inn í alls konar aðstæður. Í salnum í gær voru goðsagnir eins og Magic Johnson, Shaquille O'Neal, Jerry West og Kareem Abdul-Jabbar en líka núverandi stjörnuleikmenn eins og þeir Stephen Curry, James Harden og Russell Westbrook. "I told my wife I wasn't gonna [cry], because I didn't want to see [another crying meme] for the next three to four years." Crying Jordan had some warm words for the Mamba. pic.twitter.com/pkCvU4bLoZ— SportsCenter (@SportsCenter) February 24, 2020 „Allir eru alltaf að bera okkur tvo saman en ég vildi bara tala um Kobe. Hvíldu í friði, litli bróðir,“ sagði Jordan. Það má sjá alla ræðu Michael Jordan hér fyrir neðan. Andlát Kobe Bryant Bandaríkin NBA Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Michael Jordan hélt mjög tilfinningaríka ræðu á minningarathöfninni um Kobe Bryant sem fór fram í Staples Center í gær. Körfuboltamaðurinn Kobe Bryant ætlaði sér alltaf að vera jafngóður ef ekki betri en Michael Jordan. Kobe náði því kannski alveg en komst upp á stall með þeim allra besta og átti magnaðan feril í NBA-deildinni. Kobe Bryant fórst í þyrluslysi ásamt Gigi dóttur sinni og sjö öðrum í lok janúar. Í gær, 24.2, var haldin minningarathöfn um Bryant feðginin en þau spiluðu með númer 24 og 2 á bakinu. Michael Jordan fór upp í pontu og hélt eftirminnilega ræðu. Hann réð ekki við tárin þegar hann minntist litla bróður síns eins og hann kallaði Kobe. Michael Jordan got quite emotional while speaking at the memorial service for Kobe and Gianna Bryant. pic.twitter.com/z8YhHE2pT3— USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 24, 2020 Vanessa Bryant, kona Kobe Bryant, hélt ræðu á undan Michael Jordan og Jordan hjálpaði henni síðan niður af sviðinu áður en hann hélt sína ræðu. „Þegar Kobe dó þá dó líka hluti af mér. Þegar ég horfi yfir salinn og yfir allan heiminn þá held ég að hluti af ykkur öllum hafi líka dáið,“ sagði Michael Jordan meðal annars í ræðunni. „Hann vildi verða eins góður körfuboltamaður og hann gat orðið. Um leið og ég kynntist honum þá vildi ég verða besti stóri bróðir sem ég gat orðið,“ sagði Jordan. „Ég lofa ykkur því að hér eftir mun ég varðveita minningarnar vitandi það að ég átti lítinn bróður. Ég reyndi að hjálpa eins og ég gat,“ sagði Jordan. "When Kobe Bryant died, a piece of me died." —Michael Jordan during Kobe and Gianna's Celebration of Life pic.twitter.com/U2Lyj8AyUZ— ESPN (@espn) February 24, 2020 Michael Jordan réð ekki við tárin þegar hann hélt ræðuna þó svo að hann hefði lofað eiginkonu sinni að gráta ekki. „Ég sagi við konuna mína að ég ætlaði ekki að gráta. Ég hafði ekki áhuga á að sjá myndir af mér grátandi næstu þrjú eða fjögur árin,“ sagði Jordan en það varð raunin þegar hann táraðist í ræðu sinni þegar kappinn var tekinn inn í Frægðarhöll körfuboltans. Menn voru þá fljótir að fara leika sér af setja grátandi Jordan inn í alls konar aðstæður. Í salnum í gær voru goðsagnir eins og Magic Johnson, Shaquille O'Neal, Jerry West og Kareem Abdul-Jabbar en líka núverandi stjörnuleikmenn eins og þeir Stephen Curry, James Harden og Russell Westbrook. "I told my wife I wasn't gonna [cry], because I didn't want to see [another crying meme] for the next three to four years." Crying Jordan had some warm words for the Mamba. pic.twitter.com/pkCvU4bLoZ— SportsCenter (@SportsCenter) February 24, 2020 „Allir eru alltaf að bera okkur tvo saman en ég vildi bara tala um Kobe. Hvíldu í friði, litli bróðir,“ sagði Jordan. Það má sjá alla ræðu Michael Jordan hér fyrir neðan.
Andlát Kobe Bryant Bandaríkin NBA Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira