Innlent

Rúta með 23 far­þega valt á Mos­fells­heiði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Fyrstur á slysstað var sjúkrabíll HSU frá Þingvöllum.
Fyrstur á slysstað var sjúkrabíll HSU frá Þingvöllum. Vísir/vilhelm

Rúta með 23 farþega valt á Mosfellsheiði nú á ellefta tímanum í morgun. Slys á fólki eru minniháttar, ef einhver, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi.

Viðbragðsaðilar frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og lögreglu á Selfossi voru sendir á vettvang. Fyrstur á slysstað var sjúkrabíll HSU frá Þingvöllum en Sveinn segir að fljótt hafi komið í ljós að allt hafi farið á besta veg.

Viðbragðsaðilar voru ekki allir komnir á vettvang nú um klukkan ellefu og stendur vinna yfir á vettvangi. Rútan valt og hafnaði utan vegar. Unnið er að því að koma fólkinu af slysstað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×