Handbolti

Tíu íslensk mörk er GOG vann nauman sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnar Freyr, í leik með íslenska landsliðinu hér, nýtti öll skot sín í kvöld.
Arnar Freyr, í leik með íslenska landsliðinu hér, nýtti öll skot sín í kvöld. Vísir/Getty

Íslensku landsliðsmennirnir í GOG fóru mikinn í kvöld er liðið vann Bjerringbro-Silkeborg með þriggja marka mun, 32-29 í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Leikurinn var mjög spennandi frá fyrstu mínútu en gestirnir í Bjerringbro-Silkeborg voru einu marki yfir í hálfleik, 17-16. Heimamenn voru fljótir að ná yfirtökunum í síðari hálfleik og voru skrefi framar þangað til leik lauk. Þeir komust hins vegar ekki tveimur mörkum yfir fyrr en fimm mínútur voru til leiksloka. Það er því ljóst að leikurinn var æsispennandi allt þangað til leiknum lauk en þá var munurinn orðinn þrjú mörk, lokatölur 32-29 eins og kom fram hér að ofan.

Hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sex mörk í leiknum, úr aðeins sjö skotum. Þá skoraði línumaðurinn stóri og stæðilegi úr Safamýrinni, Arnar Freyr Arnarsson fjögur mörk en hann nýtti öll skot sín í leiknum. Að lokum var Viktor Gísli Hallgrímsson í ham í markinu en hann varði 16 skot samtals sem gerði 41% markvörslu.

GOG þar með komið upp í 2. sæti deildarinnar, allavega um stundarsakir, með sjö stigum minna en topplið Álaborgar. Holsebro er svo með stigi minna en GOG í 3. sætinu en fyrrnefnda liðið á leik til góða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.