Fótbolti

Stuðnings­menn Bayern til vand­ræða í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn Bayern á leiknum í gærkvöldi.
Stuðningsmenn Bayern á leiknum í gærkvöldi. vísir/getty

Það voru ekki allir sem létu illa en tveir stuðningsmenn Bayern Munchen voru handteknir fyrir leik þýska liðsins gegn Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en leikið var á Englandi í gær.

Einn þeirra var handtekinn fyrir að ráðast á öryggisvörð og annar fyrir að ráðast á lögreglumann en þeir reyndu að komast inn á völlinn án þess að vera með miða á leikinn.

Ekki urðu fleiri vandamál á meðan leiknum stóð en Bayern er með góða 3-0 forystu fyrir síðari leik liðanna sem fer fram í Bæjaralandi þann 18. mars.

Serge Gnabry skoraði tvö mörk og Robert Lewandowski eitt í sigrinum í gær en staðan var markalaus í hálfleik.

Tengdar fréttir

Ótrúleg saga Alphonso Davies

Hinn 19 ára gamli Alphonso Davies var frábær í vinstri bakverðinum hjá Bayern München er liðið pakkaði Chelsea saman 3-0 á Brúnni í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.