Handbolti

Danir fá aftur á halda HM í handbolta og nú með Noregi og Króatíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikkel Hansen fagnar heimsmeistaratitli Dana fyrir rúmu ári síðan.
Mikkel Hansen fagnar heimsmeistaratitli Dana fyrir rúmu ári síðan. Getty/Martin Rose

Danir munu halda heimsmeistaramótið í handbolta 2025 aðeins sex árum eftir að þeir héldu það síðast.

Danir halda HM karla í handbolta eftir fimm ár með Noregi og Króatíu en héldu mótið árið 2019 með Þjóðverjum.

Næsta heimsmeistaramót fer fram í Egyptalandi á næsta ári en HM 2023 verður síðan haldið í Póllandi og Svíþjóð.

32 þjóðir komast í úrslitakeppni HM 2025 sem fer fram í upphafi ársins.



Danir munu hýsa tvo riðla í riðlakeppninni, einn milliriðil og einn leik í átta liða úrslitum.

Í Noregi verða einnig tveir riðlar í riðlakeppninni, einn milliriðill og þar fer einnig fram einn leikur í átta liða úrslitunum, annar undanúrslitaleikurinn og svo úrslitaleikurinn.

Króatar munu húsa fjóra riðla af átta í riðlakeppninni, þar verður Forsetabikarinn, tveir milliriðlar, tveir leikir í átta liða úrslitum og loks hinn undanúrslitaleikurinn.

Danir eru ríkjandi heimsmeistarar í handbolta því þeir unnu úrslitaleikinn á heimavelli árið 2019. Danir unnu þá 31-22 sigur á Noregi í úrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×