„Neikvæðni” núna eða braggi síðar? Guðlaugur Kristmundsson og Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 11. febrúar 2020 10:00 Í síðasta Garðapósti vísar bæjarfulltrúi meirihlutans til þess að af og til kvikni umræða um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Af greininni má ætla að bæjarfulltrúinn láti sér þetta í léttu rúmi liggja, enda sé þetta eins og hver önnur kvefpest sem gangi yfir. Bæjarfulltrúi meirihlutans heldur áfram og varar við að slík umræða um þurrar tölur sé leiðinleg og fólk eigi helst ekki að verja tíma sínum í að fylgjast með slíkum málum. Bæjarfulltrúinn bendir réttilega á að skuldasöfnun hefur verið hófleg og það hefur verið hægt að fjármagna framkvæmdir í gegnum rekstur og sjóðsstreymi. Við erum sammála að sú staða er góð, æskileg og henni ætti að viðhalda. Við gagnrýnum hins vegar lélega áætlanagerð framkvæmda, slæma verkstjórn þeirra og hryllilega lélega upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa, sem hafa það hlutverk að veita aðhald og tryggja góða notkun fjármuna. Meirihlutanum finnst of þægilegt að draga upp úr hatti þær tölur sem koma vel út en hunsa aðra mælikvarða. Ábyrg fjármálastefna? Braggamál Reykjavíkurborgar er okkur minnistætt. Þar fór framkvæmd illa fram úr áætlunum og kjörnir fulltrúar brugðust eftirlitsskyldu sinni. Bragginn kostaði 400 milljónir króna en átti að kosta 158 milljónir. Framkvæmdin kostaði hvern Reykvíking rúmar 3.000 krónur og samfélagið fór á hliðina yfir innfluttum stráum. Garðabær tók í notkun fundarsal sem kostaði meira en 400 milljónir. Þar lá engin áætlun fyrir, enda framkvæmdin aðeins að hentisemi meirihlutans, sem mjatlaði fjármunum í hana í hvert sinn sem verktakar kölluðu eftir meira fé. Fundarsalurinn kostaði hvern Garðbæing rúmlega 25.000 krónur, varlega áætlað. Stolt Garðabæjar Skilaboð íbúa til kjörinna fulltrúa eru mjög skýr þegar kemur að innviðum sveitarfélagsins. Þeir kalla eftir styrkari stoðum undir grunnþjónustu Garðabæjar þar með talið stolt bæjarins, leikskólana. Leikskólarnir okkar eru alltaf ofarlega á blaði þegar íbúar eru spurðir um þá þætti þjónustu samfélagsins sem þeir eru ánægðir með, enda standast þeir líka mjög vel samanburð við leikskóla annarra sveitarfélaga. Slík þjónusta hlýtur að þurfa að hvíla á styrkum stoðum, þar sem allur aðbúnaður eflir faglegt starf og tryggir gleði og ánægju allra sem að koma. Annað er skammarlegt. Mikil þörf er á fjárfestingum í leik- og grunnskólum bæjarins. Vinnuaðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk þarf að bæta, útisvæði leikskólanna kalla á viðhald og endurnýjun og grunnskólar þurfa að stækka til að rúma vel allan nemendahópinn. Ný hverfi kalla á uppbyggingu þjónustu og ráðast þarf í þá uppbyggingu á grundvelli vandaðra áætlana, öflugra framkvæmda og virks eftirlits. Gagnsæ stjórnsýsla og ábyrgð kjörinna fulltrúa Stærsta framkvæmd Garðabæjar er nýtt fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri. Sú framkvæmd kostar hvern bæjarbúa að lágmarki 280.000 krónur. Meirihlutinn bregst hins vegar illa við og sakar okkur um neikvæðni þegar við ætlum að rekja eftirlitsskyldur okkar, spyrja spurninga og krefjast heiðarlegra svara um stöðu mála. Samt erum við eingöngu að uppfylla skyldur okkar, lögum samkvæmt. Við viljum ekki að Garðabær æði út í nýtt braggamál og reisi sér ofurdýran minnisvarða um lélega áætlanagerð og slæmt eftirlit með framkvæmdum. Íbúar Garðabæjar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að kjörnir fulltrúar sinni ekki eftirlitsskyldu sinni. Þeir eiga heimtingu á að fulltrúar þeirra ræki starf sitt af trúmennsku og fari vel með þá fjármuni sem þeim er treyst fyrir. Í bæjarstjórn Garðabæjar sitja 8 fulltrúar frá Sjálfstæðisflokki og þrír frá Garðabæjarlistanum. Við í Garðabæjarlistanum munum hér eftir sem hingað til rækja eftirlitshlutverk okkar til að tryggja ábyrga notkun fjármuna. Við hljótum að gera þá kröfu til annarra bæjarfulltrúa. Þeir ættu allir að taka því fagnandi þegar leitast er við að upplýsa sem allra best hvernig staðið er að framkvæmdum í bænum, enda slíkar framkvæmdir á þeirra ábyrgð. Við ætlum ekki að bíða eftir að braggareikningar berist eftir á. Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og Guðlaugur Kristmundsson fulltrúi Garðabæjarlistans í leikskólanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Guðlaugur Kristmundsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Í síðasta Garðapósti vísar bæjarfulltrúi meirihlutans til þess að af og til kvikni umræða um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Af greininni má ætla að bæjarfulltrúinn láti sér þetta í léttu rúmi liggja, enda sé þetta eins og hver önnur kvefpest sem gangi yfir. Bæjarfulltrúi meirihlutans heldur áfram og varar við að slík umræða um þurrar tölur sé leiðinleg og fólk eigi helst ekki að verja tíma sínum í að fylgjast með slíkum málum. Bæjarfulltrúinn bendir réttilega á að skuldasöfnun hefur verið hófleg og það hefur verið hægt að fjármagna framkvæmdir í gegnum rekstur og sjóðsstreymi. Við erum sammála að sú staða er góð, æskileg og henni ætti að viðhalda. Við gagnrýnum hins vegar lélega áætlanagerð framkvæmda, slæma verkstjórn þeirra og hryllilega lélega upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa, sem hafa það hlutverk að veita aðhald og tryggja góða notkun fjármuna. Meirihlutanum finnst of þægilegt að draga upp úr hatti þær tölur sem koma vel út en hunsa aðra mælikvarða. Ábyrg fjármálastefna? Braggamál Reykjavíkurborgar er okkur minnistætt. Þar fór framkvæmd illa fram úr áætlunum og kjörnir fulltrúar brugðust eftirlitsskyldu sinni. Bragginn kostaði 400 milljónir króna en átti að kosta 158 milljónir. Framkvæmdin kostaði hvern Reykvíking rúmar 3.000 krónur og samfélagið fór á hliðina yfir innfluttum stráum. Garðabær tók í notkun fundarsal sem kostaði meira en 400 milljónir. Þar lá engin áætlun fyrir, enda framkvæmdin aðeins að hentisemi meirihlutans, sem mjatlaði fjármunum í hana í hvert sinn sem verktakar kölluðu eftir meira fé. Fundarsalurinn kostaði hvern Garðbæing rúmlega 25.000 krónur, varlega áætlað. Stolt Garðabæjar Skilaboð íbúa til kjörinna fulltrúa eru mjög skýr þegar kemur að innviðum sveitarfélagsins. Þeir kalla eftir styrkari stoðum undir grunnþjónustu Garðabæjar þar með talið stolt bæjarins, leikskólana. Leikskólarnir okkar eru alltaf ofarlega á blaði þegar íbúar eru spurðir um þá þætti þjónustu samfélagsins sem þeir eru ánægðir með, enda standast þeir líka mjög vel samanburð við leikskóla annarra sveitarfélaga. Slík þjónusta hlýtur að þurfa að hvíla á styrkum stoðum, þar sem allur aðbúnaður eflir faglegt starf og tryggir gleði og ánægju allra sem að koma. Annað er skammarlegt. Mikil þörf er á fjárfestingum í leik- og grunnskólum bæjarins. Vinnuaðstöðu fyrir nemendur og starfsfólk þarf að bæta, útisvæði leikskólanna kalla á viðhald og endurnýjun og grunnskólar þurfa að stækka til að rúma vel allan nemendahópinn. Ný hverfi kalla á uppbyggingu þjónustu og ráðast þarf í þá uppbyggingu á grundvelli vandaðra áætlana, öflugra framkvæmda og virks eftirlits. Gagnsæ stjórnsýsla og ábyrgð kjörinna fulltrúa Stærsta framkvæmd Garðabæjar er nýtt fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri. Sú framkvæmd kostar hvern bæjarbúa að lágmarki 280.000 krónur. Meirihlutinn bregst hins vegar illa við og sakar okkur um neikvæðni þegar við ætlum að rekja eftirlitsskyldur okkar, spyrja spurninga og krefjast heiðarlegra svara um stöðu mála. Samt erum við eingöngu að uppfylla skyldur okkar, lögum samkvæmt. Við viljum ekki að Garðabær æði út í nýtt braggamál og reisi sér ofurdýran minnisvarða um lélega áætlanagerð og slæmt eftirlit með framkvæmdum. Íbúar Garðabæjar eiga ekki að þurfa að sætta sig við að kjörnir fulltrúar sinni ekki eftirlitsskyldu sinni. Þeir eiga heimtingu á að fulltrúar þeirra ræki starf sitt af trúmennsku og fari vel með þá fjármuni sem þeim er treyst fyrir. Í bæjarstjórn Garðabæjar sitja 8 fulltrúar frá Sjálfstæðisflokki og þrír frá Garðabæjarlistanum. Við í Garðabæjarlistanum munum hér eftir sem hingað til rækja eftirlitshlutverk okkar til að tryggja ábyrga notkun fjármuna. Við hljótum að gera þá kröfu til annarra bæjarfulltrúa. Þeir ættu allir að taka því fagnandi þegar leitast er við að upplýsa sem allra best hvernig staðið er að framkvæmdum í bænum, enda slíkar framkvæmdir á þeirra ábyrgð. Við ætlum ekki að bíða eftir að braggareikningar berist eftir á. Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og Guðlaugur Kristmundsson fulltrúi Garðabæjarlistans í leikskólanefnd.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun