Körfubolti

Harden og Westbrook samtals með 78 stig þegar Houston stöðvaði sigurgöngu Boston

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harden skoraði 42 stig gegn Boston.
Harden skoraði 42 stig gegn Boston. vísir/getty

James Harden skoraði 42 stig þegar Houston Rockets stöðvaði sigurgöngu Boston Celtics í NBA-deildinni í nótt. Lokatölur 116-105, Houston í vil.

Russell Westbrook skoraði 36 stig en saman voru þeir Harden með 78 stig í leiknum. Þeir skoruðu samtals 27 stig af vítalínunni.



Gordon Hayward skoraði 20 stig fyrir Boston sem hafði unnið sjö leiki í röð fyrir leikinn í nótt.

Fjórir aðrir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Gott gengi Philadelphia 76ers á heimavelli hélt áfram þegar liðið vann Los Angeles Clippers, 110-103. Philadelphia hefur unnið 25 af 27 heimaleikjum sínum á tímabilinu.

Ben Simmons var með þrefalda tvennu í liði Philadelphia. Hann skoraði 26 stig, tók tólf fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Joel Embiid skoraði einnig 26 stig. Kawhi Leonard skoraði 30 stig fyrir Clippers.



Zion Williamson skoraði 31 stig þegar New Orleans Pelicans sigraði Portland Trail Blazers, 138-117. Þetta er það mesta sem Williamson hefur skorað á ferli sínum í NBA.

Jrue Holiday og Lonzo Ball voru báðir með tíu stoðsendingar í liði New Orleans sem hefur unnið þrjá leiki í röð.



Þá sigraði San Antonio Spurs Oklahoma City Thunder, 106-114, og Washington Wizards lagði Chicago Bulls að velli, 126-114.

Úrslitin í nótt:

Houston 116-105 Boston

Philadelphia 110-103 LA Clippers

New Orleans 138-117 Portland

Oklahoma 106-114 San Antonio

Washington 126-114 Chicago

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×