Formúla 1

Kínverska kappakstrinum frestað

Bragi Þórðarson skrifar
Kínverski kappaksturinn í fyrra var sá þúsundasti í heimsmeistarakeppninni.
Kínverski kappaksturinn í fyrra var sá þúsundasti í heimsmeistarakeppninni. vísir/Getty

Fjórða umferðin í Formúlu 1 sem átti að fara fram í Kína hefur verið frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Keppnin átti upprunalega að fara fram þann 19. apríl en keppnishaldarar og FIA vinna nú að því að finna nýja dagsetningu.

Nú þegar hefur þurft að fresta Formúlu E keppninni sem átti að fara fram í Sanya þann 21. mars vegna útbreiðslu Kóróna-veirunnar.

Keppnishaldarar vonuðust til að Formúlu 1 keppnin, sem átti að fara fram í Sjanghæ í apríl, væri nægilega langt í burtu frá faraldrinum og að lausn myndi finnast í tíma. Sú lausn hefur ekki fundist og verður kappakstrinum því frestað.

Alþjóðlega akstursíþróttasambandið, FIA, sagði í yfirlýsingu að sambandið, ásamt keppnishöldurum í Kína, eru að vinna að því að finna nýja dagsetningu fyrir kappaksturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×