Handbolti

Sigvaldi tók stórt skref að titlinum

Sindri Sverrisson skrifar
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði úr öllum skotum sínum í kvöld.
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði úr öllum skotum sínum í kvöld. vísir/getty

Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, er á góðri leið með að kveðja Elverum sem norskur meistari en lið hans Elverum vann í kvöld 33-30 sigur á Drammen í toppslag.

Sigvaldi lét að vanda til sín taka og skoraði úr öllum sex skotum sínum í leiknum. Óskar Ólafsson skoraði þrjú marka Drammen. Með sigrinum er Elverum komið með sex stiga forskot á Drammen og Arendal þegar aðeins fimm umferðir eru eftir, en sigurvegari í deildarkeppninni hlýtur nafnbótina Noregsmeistari.

Eftir tímabilið mun Sigvaldi halda til Kielce í Póllandi þar sem hann verður meðal annars liðsfélagi Hauks Þrastarsonar.

Aron Pálmarsson skoraði eitt marka Barcelona sem hélt áfram yfirburðum sínum á Spáni með öruggum sigri á Bidasoa, 31-24.

Rut Jónsdóttir skoraði sömuleiðis eitt mark fyrir Esbjerg sem varð að sætta sig við 26-24 tap gegn Horsens í dönsku úrvalsdeildinni. Esbjerg er þó efst í deildinni, nú með þriggja stiga forskot á næsta lið sem er Viborg, þegar sex umferðir eru fram að úrslitakeppninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.