Enginn Martin, Elvar eða Haukur Helgi í íslenska landsliðinu í körfubolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 13:00 Martin Hermannsson missir af landsleikjunum í febrúar. Getty/Harry Langer Íslenska körfuboltalandsliðið verður aðeins með einn atvinnumann innanborðs þegar liðið hefur leik í í forkeppni að undankeppni HM 2023 núna í febrúar. Martin Hermannsson, besti leikmaður íslenska landsliðsins, hefur ekki kost á sér í þetta verkefni út af álagi vegna leikja með Alba Berlín í EuroLeague. Martin þarf einnig aðhlynningu vegna meiðsla. Hann er ekki eini atvinnumaðurinn sem verður ekki með. Haukur Helgi Briem Pálsson er að ná sér eftir meiðsli og gefur ekki kost á sér og Elvar Már Friðriksson er meiddur. Eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu er miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason sem spilar með Basket Zaragoza á Spáni. Íslenska liðið leikur í einum af tveimur fjögurra liða riðlum forkeppninnar og er í riðli með Slóvakíu, Kosovó og Lúxemborg. Efstu tvö liðin í lok þriðja gluggans í febrúar 2021 þegar liðin hafa leikið heima og að heiman fara áfram í aðra umferð. Fyrsti leikur liðsins verður á útivelli gegn Kosovó þann 20. febrúar í Pristhina og verður hann í beinni útsendingu á RÚV2 kl. 18:00 að íslenskum tíma. Íslenska liðið mun ferðst út mánudaginn 17. febrúar og vera þar við æfingar fram að fyrsta leik. Síðari leikurinn í þessum glugga verður svo heima í Laugardalshöllinni kl. 20:00 sunnudaginn 23. febrúar gegn Slóvakíu og verður hann einnig í beinni á RÚV2. Craig Pedersen var endurráðinn þjálfari liðsins á dögunum og Baldur Þór Ragnarsson er aðstoðarþjálfari hans líkt og áður og sér um styrktarþjálfun liðsins að auki. Ein breyting hefur orðið á aðstoðarþjálfarateyminu en Finnur Freyr Stefánsson verður ekki með liðinu áfram en hann er við störf sem aðalþjálfari Horsens í Danmörku. Í hans stað hefur Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjáflari karlaliðs Keflavíkur, verið ráðinn sem einn af aðstoðarþjálfurum landsliðsins en hann hefur þjálfað áður yngri landslið Íslands á ýmsum aldursstigum.Leikmannahópurinn í þessum glugga verður þannig skipaður: Breki Gylfason · Haukar · 6 landsleikir Gunnar Ólafsson · Stjarnan · 18 Hjálmar Stefánsson · Haukar · 15 Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík · 82 Kári Jónsson · Haukar · 10 Kristinn Pálsson · Njarðvík · 13 Pavel Ermolinskij · Valur · 73 Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 9 S. Arnar Björnsson · Grindavík · 8 Tómas Þórður Hilmarsson · Stjarnan · 4 Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza · 37 Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan · 61Leikmenn sem voru valdir en eru ekki tiltækir að þessu sinni: Elvar Már Friðriksson - Meiddur Haukur Helgi Briem Pálsson - Er að ná sér eftir meiðsli, gefur ekki kost á sér Kristófer Acox - Er að ná sér eftir meiðsli, gefur ekki kost á sér Martin Hermannsson - Leikir í EuroLeague auk þarf í aðhlynningu v/ meiðsla einnigMeð liðinu auk þjálfaranna þriggja ferðast í teyminu Halldór Fannar Júlíusson sjúkraþjálfari, Kristinn Geir Pálsson, fararstjóri og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Körfubolti Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Álftanes - ÍA 89-83 | Sigur í endurkomu Justins James Leik lokið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Leik lokið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið verður aðeins með einn atvinnumann innanborðs þegar liðið hefur leik í í forkeppni að undankeppni HM 2023 núna í febrúar. Martin Hermannsson, besti leikmaður íslenska landsliðsins, hefur ekki kost á sér í þetta verkefni út af álagi vegna leikja með Alba Berlín í EuroLeague. Martin þarf einnig aðhlynningu vegna meiðsla. Hann er ekki eini atvinnumaðurinn sem verður ekki með. Haukur Helgi Briem Pálsson er að ná sér eftir meiðsli og gefur ekki kost á sér og Elvar Már Friðriksson er meiddur. Eini atvinnumaðurinn í íslenska liðinu er miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason sem spilar með Basket Zaragoza á Spáni. Íslenska liðið leikur í einum af tveimur fjögurra liða riðlum forkeppninnar og er í riðli með Slóvakíu, Kosovó og Lúxemborg. Efstu tvö liðin í lok þriðja gluggans í febrúar 2021 þegar liðin hafa leikið heima og að heiman fara áfram í aðra umferð. Fyrsti leikur liðsins verður á útivelli gegn Kosovó þann 20. febrúar í Pristhina og verður hann í beinni útsendingu á RÚV2 kl. 18:00 að íslenskum tíma. Íslenska liðið mun ferðst út mánudaginn 17. febrúar og vera þar við æfingar fram að fyrsta leik. Síðari leikurinn í þessum glugga verður svo heima í Laugardalshöllinni kl. 20:00 sunnudaginn 23. febrúar gegn Slóvakíu og verður hann einnig í beinni á RÚV2. Craig Pedersen var endurráðinn þjálfari liðsins á dögunum og Baldur Þór Ragnarsson er aðstoðarþjálfari hans líkt og áður og sér um styrktarþjálfun liðsins að auki. Ein breyting hefur orðið á aðstoðarþjálfarateyminu en Finnur Freyr Stefánsson verður ekki með liðinu áfram en hann er við störf sem aðalþjálfari Horsens í Danmörku. Í hans stað hefur Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjáflari karlaliðs Keflavíkur, verið ráðinn sem einn af aðstoðarþjálfurum landsliðsins en hann hefur þjálfað áður yngri landslið Íslands á ýmsum aldursstigum.Leikmannahópurinn í þessum glugga verður þannig skipaður: Breki Gylfason · Haukar · 6 landsleikir Gunnar Ólafsson · Stjarnan · 18 Hjálmar Stefánsson · Haukar · 15 Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík · 82 Kári Jónsson · Haukar · 10 Kristinn Pálsson · Njarðvík · 13 Pavel Ermolinskij · Valur · 73 Pétur Rúnar Birgisson · Tindastóll · 9 S. Arnar Björnsson · Grindavík · 8 Tómas Þórður Hilmarsson · Stjarnan · 4 Tryggvi Snær Hlinason · Basket Zaragoza · 37 Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan · 61Leikmenn sem voru valdir en eru ekki tiltækir að þessu sinni: Elvar Már Friðriksson - Meiddur Haukur Helgi Briem Pálsson - Er að ná sér eftir meiðsli, gefur ekki kost á sér Kristófer Acox - Er að ná sér eftir meiðsli, gefur ekki kost á sér Martin Hermannsson - Leikir í EuroLeague auk þarf í aðhlynningu v/ meiðsla einnigMeð liðinu auk þjálfaranna þriggja ferðast í teyminu Halldór Fannar Júlíusson sjúkraþjálfari, Kristinn Geir Pálsson, fararstjóri og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.
Körfubolti Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Álftanes - ÍA 89-83 | Sigur í endurkomu Justins James Leik lokið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Leik lokið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Sjá meira