Enski boltinn

Slæmt ástand Old Trafford fælir mögulega kaupendur frá

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Old Trafford, heimavöllur Manchester United í 110 ár.
Old Trafford, heimavöllur Manchester United í 110 ár. vísir/getty

Slæmt ástand Old Trafford er stór ástæða þess að fjárfestar hafa ekki áhuga á að kaupa Manchester United af Glazer-fjölskyldunni.

Talið er að nauðsynlegar úrbætur á Old Trafford muni kosta allavega 200 milljónir punda. Og United þyrfti að spila á öðrum velli á meðan framkvæmdir stæðu yfir. Daily Mail greinir frá.

Þakið á Old Trafford lekur og suður-stúkan er gömul og hefur ekki verið haldið við. Umbætur á henni rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar Glazer-fjölskyldunnar.

Í frétt Daily Mail kemur fram að fjárfestar þyrftu að gera tilboð upp á rúmlega tvo og hálfan milljarð punda til að Glazer-fjölskyldan myndi íhuga að selja United. Félagið hefur verið í eigu Glazer-fjölskyldunnar síðan 2005.

Old Trafford hefur verið heimavöllur United síðan 1910. Hann tekur tæplega 75.000 manns í sæti og er næststærsti leikvangur Bretlands á eftir Wembley.

Arsenal, Tottenham og Manchester City eru meðal liða í ensku úrvalsdeildinni sem hafa flutt á nýja heimavelli á þessari öld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.