Lífið

Milljarður rís haldinn á mánu­daginn

Atli Ísleifsson skrifar
Milljarður rís verður haldinn í Hörpu mánudaginn 17. febrúar klukkan 12:15.
Milljarður rís verður haldinn í Hörpu mánudaginn 17. febrúar klukkan 12:15. Vísir/Vilhelm

Milljarður rís, bansbylting UN Women á Íslandi verður haldinn í Silfurbergi í Hörpu á mánudaginn næsta, milli klukkan 12:15 og 13. Viðburðurinn átti upphaflega að fara fram í dag en ákveðið var að fresta honum vegna veðurs.

Í tilkynningu frá UN Women kemur fram að í ár verði kastljósinu beint að stafrænu ofbeldi sem sé sívaxandi vandamál.

Sólborg Guðbrandsdóttir, aktívisti með Instagram síðuna Fávitar er heiðursgestur og heldur hvatningarræðu, en auk hennar koma fram tónlistarkonurnar Sigríður Thorlacius, Sigga Beinteins og Elísabet Ormslev  þar sem þær munu syngja ábreiður af „bestu danslögum okkar tíma“, líkt og segir í tilkynningunni, en DjMargeir er tónlistarstjóri viðburðarins.

„Á Milljarði Rís stígur landsbyggðin einnig baráttudans gegn ofbeldi með gleði að vopni. Dansað verður í Frystiklefanum Rifi, Menntaskólanum Egilsstöðum, Fosshóteli Húsavík, Ungmennahúsinu Reykjanesbæ, Félagsheimilinu á Hólmavík, Herðubreið á Seyðisfirði, íþróttahúsinu við Vallaskóla Selfossi, í Kvikunni Grindavík og íþróttamiðstöðinni Djúpavogi,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.