Náttúruleg heilsulind við Elliðaárdalinn Hjördís Sigurðardóttir skrifar 15. febrúar 2020 08:00 Ísland er fallegt land og yndislegt fyrir þá sem hafa unun af útivist. Jafnvel í miðri höfuðborginni er auðvelt að vera í nánum tengslum við náttúruna á grænum svæðum eins og í Elliðaárdalnum. En þrátt fyrir fegurðina er veðrið ekki alltaf ákjósanlegt fyrir útivist, einkum að vetri til. Margir – þó alls ekki allir – hætta því útivistinni í kaldranalegu skammdeginu. Það er bagalegt, því einmitt yfir vetrarmánuðina erum við einna viðkvæmust fyrir andlegum kvillum eins og kvíða og þunglyndi. Algengasta dánarorsök Íslendinga eru krónískir sjúkdómar sem mætti draga úr með breyttum lífsstíl, m.a. með hollara mataræði og aukinni hreyfingu. Nú er svo komið að 27% þjóðarinnar eru of þung og samkvæmt upplýsingasíðu Landlæknisembættisins upplifir fjórðungur ungs fólks kvíða í sínu lífi og 6% þeirra eru með alvarleg einkenni. Þá má hugsa til eldri borgara en erfið veðurskilyrði þvinga þann hóp oft til kyrrsetu og hafa einhverjir leyst það með því að sækja hreyfingu í verslunarmiðstöðvar. Græn náttúra allt árið Læknar og heilsuráðgjafar eru í vaxandi mæli að ávísa „græna lyfseðlinum“ til skjólstæðinga sinna, þ.e. að mæla með hreyfingu í náttúrunni enda hefur fjöldi rannsókna sýnt fram á jákvæð áhrif þess á heilsu og vellíðan. Sem dæmi má nefna að græn náttúra bætir andlega líðan, eykur sköpunargleði og afköst. ALDIN Biodome, yfirbyggður borgargarður sem rísa mun við Elliðaárdalinn norðan Stekkjabakka, tengir manneskjuna við náttúruna á nýjan hátt. ALDIN byggir á sjálfbærum borgarbúskap og býður heilandi upplifun innan um fjölbreyttan gróður allan ársins hring. ALDIN miðar að því að bjóða gestum tíma og rými til að hlúa að sínu innra sjálfi, að ígrunda og njóta náttúrunnar. Með borgarbúskap styttast flutningaleiðir til neytenda sem minnkar kolefnisfótspor fæðunnar. Aukið framboð og neysla á grænmeti gegnir einnig mikilvægu hlutverki í bættri heilsu og vellíðan. Í ALDIN Biodome verður til fjöldi starfa á sviði mannræktar, garðyrkju og ýmiss konar þjónustu og fræðslu. Starfsemin mun viðhalda og skapa hagsæld fyrir samfélagið og borgina og stuðla að sjálfbærni. Rís á lítt hirtu og vannýttu svæði Mikil umræða hefur skapast um uppbyggingu sem áætluð er á svæðinu norðan Stekkjarbakka - en ALDIN Biodome er einn hluti þeirrar uppbyggingar - og þessari umræðu ber að fagna. Því meiri sem umræðan og skoðanaskiptin eru, því betri verður endanleg niðurstaða. Nú þegar hafa útfærslubreytingar tekið mið af ábendingum almennings. Hins vegar er það ekki og getur ekki verið hlutverk undirritaðrar að svara fyrir deiliskipulag svæðisins, enda er ALDIN eins og áður segir aðeins einn hluti skipulagsins. Nokkrar staðreyndir hafa hins vegar verið nokkuð á reiki í þessari umræðu sem ég tel rétt að hnykkja á. Svæðið sem borgargarðurinn rís á er að mestu óræktað og raskað. Þar var um tíma malarnáma og þar var einnig í langan tíma hverfi ósamþykktra íbúðarhúsa og kofa. Svæðið er utan Elliðaárdalsins og þess svæðis sem nýtur hverfisverndar samkvæmt Aðalskipulagi og raunar gerði deiliskipulag svæðisins til langs tíma ráð fyrir því að um þetta svæði yrðu lagðar tvær akgreinar af fjögurra akgreina hraðbraut. Hér er þróunarreiturinn í deiliskipulaginu merktur gulur, lóð ALDIN er merkt í hvítu og byggingar ALDIN merktar í bláu en byggingarnar mega samkvæmt deiliskipulagi mest vera 4.500 m2. Raskar ekki Elliðaárdalnum Öll hönnun ALDIN Biodome miðar að því að byggingarnar falli vel inn í umhverfið og séu lágstemmdar með tilliti til dalsins og aðliggjandi byggðar. Byggingar verða að hluta niðurgrafnar, ekki hærri en tveggja hæða hús eða 9m mest. Trén á svæðinu eru allt að 14 metra há til samanburðar. Þá mun borgargarðurinn styrkja dalinn sem útivistarsvæði, því á svæðinu verður m.a. aðstaða fyrir fólk sem stefnir niður í dalinn. Þá verður kappkostað að varðveita þann gróður sem fyrir er og græða upp ógróin svæði. ALDIN Biodome mun ekki raska Elliðaárdal, þvert á móti er það sýn framkvæmdaraðila að láta gott af sér leiða fyrir umhverfi og samfélag. Tilkoma ALDIN auðveldar fólki að njóta fjölbreyttrar náttúru í dalnum, jafnt sumar sem vetur. Ég trúi því að borgarbúar muni sjá þessa hóflegu uppbyggingu sem framfaraskref fyrir svæðið og við aðstandendur ALDIN Biodome hlökkum til að taka á móti öllum þegar starfsemin hefst. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Ísland er fallegt land og yndislegt fyrir þá sem hafa unun af útivist. Jafnvel í miðri höfuðborginni er auðvelt að vera í nánum tengslum við náttúruna á grænum svæðum eins og í Elliðaárdalnum. En þrátt fyrir fegurðina er veðrið ekki alltaf ákjósanlegt fyrir útivist, einkum að vetri til. Margir – þó alls ekki allir – hætta því útivistinni í kaldranalegu skammdeginu. Það er bagalegt, því einmitt yfir vetrarmánuðina erum við einna viðkvæmust fyrir andlegum kvillum eins og kvíða og þunglyndi. Algengasta dánarorsök Íslendinga eru krónískir sjúkdómar sem mætti draga úr með breyttum lífsstíl, m.a. með hollara mataræði og aukinni hreyfingu. Nú er svo komið að 27% þjóðarinnar eru of þung og samkvæmt upplýsingasíðu Landlæknisembættisins upplifir fjórðungur ungs fólks kvíða í sínu lífi og 6% þeirra eru með alvarleg einkenni. Þá má hugsa til eldri borgara en erfið veðurskilyrði þvinga þann hóp oft til kyrrsetu og hafa einhverjir leyst það með því að sækja hreyfingu í verslunarmiðstöðvar. Græn náttúra allt árið Læknar og heilsuráðgjafar eru í vaxandi mæli að ávísa „græna lyfseðlinum“ til skjólstæðinga sinna, þ.e. að mæla með hreyfingu í náttúrunni enda hefur fjöldi rannsókna sýnt fram á jákvæð áhrif þess á heilsu og vellíðan. Sem dæmi má nefna að græn náttúra bætir andlega líðan, eykur sköpunargleði og afköst. ALDIN Biodome, yfirbyggður borgargarður sem rísa mun við Elliðaárdalinn norðan Stekkjabakka, tengir manneskjuna við náttúruna á nýjan hátt. ALDIN byggir á sjálfbærum borgarbúskap og býður heilandi upplifun innan um fjölbreyttan gróður allan ársins hring. ALDIN miðar að því að bjóða gestum tíma og rými til að hlúa að sínu innra sjálfi, að ígrunda og njóta náttúrunnar. Með borgarbúskap styttast flutningaleiðir til neytenda sem minnkar kolefnisfótspor fæðunnar. Aukið framboð og neysla á grænmeti gegnir einnig mikilvægu hlutverki í bættri heilsu og vellíðan. Í ALDIN Biodome verður til fjöldi starfa á sviði mannræktar, garðyrkju og ýmiss konar þjónustu og fræðslu. Starfsemin mun viðhalda og skapa hagsæld fyrir samfélagið og borgina og stuðla að sjálfbærni. Rís á lítt hirtu og vannýttu svæði Mikil umræða hefur skapast um uppbyggingu sem áætluð er á svæðinu norðan Stekkjarbakka - en ALDIN Biodome er einn hluti þeirrar uppbyggingar - og þessari umræðu ber að fagna. Því meiri sem umræðan og skoðanaskiptin eru, því betri verður endanleg niðurstaða. Nú þegar hafa útfærslubreytingar tekið mið af ábendingum almennings. Hins vegar er það ekki og getur ekki verið hlutverk undirritaðrar að svara fyrir deiliskipulag svæðisins, enda er ALDIN eins og áður segir aðeins einn hluti skipulagsins. Nokkrar staðreyndir hafa hins vegar verið nokkuð á reiki í þessari umræðu sem ég tel rétt að hnykkja á. Svæðið sem borgargarðurinn rís á er að mestu óræktað og raskað. Þar var um tíma malarnáma og þar var einnig í langan tíma hverfi ósamþykktra íbúðarhúsa og kofa. Svæðið er utan Elliðaárdalsins og þess svæðis sem nýtur hverfisverndar samkvæmt Aðalskipulagi og raunar gerði deiliskipulag svæðisins til langs tíma ráð fyrir því að um þetta svæði yrðu lagðar tvær akgreinar af fjögurra akgreina hraðbraut. Hér er þróunarreiturinn í deiliskipulaginu merktur gulur, lóð ALDIN er merkt í hvítu og byggingar ALDIN merktar í bláu en byggingarnar mega samkvæmt deiliskipulagi mest vera 4.500 m2. Raskar ekki Elliðaárdalnum Öll hönnun ALDIN Biodome miðar að því að byggingarnar falli vel inn í umhverfið og séu lágstemmdar með tilliti til dalsins og aðliggjandi byggðar. Byggingar verða að hluta niðurgrafnar, ekki hærri en tveggja hæða hús eða 9m mest. Trén á svæðinu eru allt að 14 metra há til samanburðar. Þá mun borgargarðurinn styrkja dalinn sem útivistarsvæði, því á svæðinu verður m.a. aðstaða fyrir fólk sem stefnir niður í dalinn. Þá verður kappkostað að varðveita þann gróður sem fyrir er og græða upp ógróin svæði. ALDIN Biodome mun ekki raska Elliðaárdal, þvert á móti er það sýn framkvæmdaraðila að láta gott af sér leiða fyrir umhverfi og samfélag. Tilkoma ALDIN auðveldar fólki að njóta fjölbreyttrar náttúru í dalnum, jafnt sumar sem vetur. Ég trúi því að borgarbúar muni sjá þessa hóflegu uppbyggingu sem framfaraskref fyrir svæðið og við aðstandendur ALDIN Biodome hlökkum til að taka á móti öllum þegar starfsemin hefst. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun