Náttúruleg heilsulind við Elliðaárdalinn Hjördís Sigurðardóttir skrifar 15. febrúar 2020 08:00 Ísland er fallegt land og yndislegt fyrir þá sem hafa unun af útivist. Jafnvel í miðri höfuðborginni er auðvelt að vera í nánum tengslum við náttúruna á grænum svæðum eins og í Elliðaárdalnum. En þrátt fyrir fegurðina er veðrið ekki alltaf ákjósanlegt fyrir útivist, einkum að vetri til. Margir – þó alls ekki allir – hætta því útivistinni í kaldranalegu skammdeginu. Það er bagalegt, því einmitt yfir vetrarmánuðina erum við einna viðkvæmust fyrir andlegum kvillum eins og kvíða og þunglyndi. Algengasta dánarorsök Íslendinga eru krónískir sjúkdómar sem mætti draga úr með breyttum lífsstíl, m.a. með hollara mataræði og aukinni hreyfingu. Nú er svo komið að 27% þjóðarinnar eru of þung og samkvæmt upplýsingasíðu Landlæknisembættisins upplifir fjórðungur ungs fólks kvíða í sínu lífi og 6% þeirra eru með alvarleg einkenni. Þá má hugsa til eldri borgara en erfið veðurskilyrði þvinga þann hóp oft til kyrrsetu og hafa einhverjir leyst það með því að sækja hreyfingu í verslunarmiðstöðvar. Græn náttúra allt árið Læknar og heilsuráðgjafar eru í vaxandi mæli að ávísa „græna lyfseðlinum“ til skjólstæðinga sinna, þ.e. að mæla með hreyfingu í náttúrunni enda hefur fjöldi rannsókna sýnt fram á jákvæð áhrif þess á heilsu og vellíðan. Sem dæmi má nefna að græn náttúra bætir andlega líðan, eykur sköpunargleði og afköst. ALDIN Biodome, yfirbyggður borgargarður sem rísa mun við Elliðaárdalinn norðan Stekkjabakka, tengir manneskjuna við náttúruna á nýjan hátt. ALDIN byggir á sjálfbærum borgarbúskap og býður heilandi upplifun innan um fjölbreyttan gróður allan ársins hring. ALDIN miðar að því að bjóða gestum tíma og rými til að hlúa að sínu innra sjálfi, að ígrunda og njóta náttúrunnar. Með borgarbúskap styttast flutningaleiðir til neytenda sem minnkar kolefnisfótspor fæðunnar. Aukið framboð og neysla á grænmeti gegnir einnig mikilvægu hlutverki í bættri heilsu og vellíðan. Í ALDIN Biodome verður til fjöldi starfa á sviði mannræktar, garðyrkju og ýmiss konar þjónustu og fræðslu. Starfsemin mun viðhalda og skapa hagsæld fyrir samfélagið og borgina og stuðla að sjálfbærni. Rís á lítt hirtu og vannýttu svæði Mikil umræða hefur skapast um uppbyggingu sem áætluð er á svæðinu norðan Stekkjarbakka - en ALDIN Biodome er einn hluti þeirrar uppbyggingar - og þessari umræðu ber að fagna. Því meiri sem umræðan og skoðanaskiptin eru, því betri verður endanleg niðurstaða. Nú þegar hafa útfærslubreytingar tekið mið af ábendingum almennings. Hins vegar er það ekki og getur ekki verið hlutverk undirritaðrar að svara fyrir deiliskipulag svæðisins, enda er ALDIN eins og áður segir aðeins einn hluti skipulagsins. Nokkrar staðreyndir hafa hins vegar verið nokkuð á reiki í þessari umræðu sem ég tel rétt að hnykkja á. Svæðið sem borgargarðurinn rís á er að mestu óræktað og raskað. Þar var um tíma malarnáma og þar var einnig í langan tíma hverfi ósamþykktra íbúðarhúsa og kofa. Svæðið er utan Elliðaárdalsins og þess svæðis sem nýtur hverfisverndar samkvæmt Aðalskipulagi og raunar gerði deiliskipulag svæðisins til langs tíma ráð fyrir því að um þetta svæði yrðu lagðar tvær akgreinar af fjögurra akgreina hraðbraut. Hér er þróunarreiturinn í deiliskipulaginu merktur gulur, lóð ALDIN er merkt í hvítu og byggingar ALDIN merktar í bláu en byggingarnar mega samkvæmt deiliskipulagi mest vera 4.500 m2. Raskar ekki Elliðaárdalnum Öll hönnun ALDIN Biodome miðar að því að byggingarnar falli vel inn í umhverfið og séu lágstemmdar með tilliti til dalsins og aðliggjandi byggðar. Byggingar verða að hluta niðurgrafnar, ekki hærri en tveggja hæða hús eða 9m mest. Trén á svæðinu eru allt að 14 metra há til samanburðar. Þá mun borgargarðurinn styrkja dalinn sem útivistarsvæði, því á svæðinu verður m.a. aðstaða fyrir fólk sem stefnir niður í dalinn. Þá verður kappkostað að varðveita þann gróður sem fyrir er og græða upp ógróin svæði. ALDIN Biodome mun ekki raska Elliðaárdal, þvert á móti er það sýn framkvæmdaraðila að láta gott af sér leiða fyrir umhverfi og samfélag. Tilkoma ALDIN auðveldar fólki að njóta fjölbreyttrar náttúru í dalnum, jafnt sumar sem vetur. Ég trúi því að borgarbúar muni sjá þessa hóflegu uppbyggingu sem framfaraskref fyrir svæðið og við aðstandendur ALDIN Biodome hlökkum til að taka á móti öllum þegar starfsemin hefst. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Ísland er fallegt land og yndislegt fyrir þá sem hafa unun af útivist. Jafnvel í miðri höfuðborginni er auðvelt að vera í nánum tengslum við náttúruna á grænum svæðum eins og í Elliðaárdalnum. En þrátt fyrir fegurðina er veðrið ekki alltaf ákjósanlegt fyrir útivist, einkum að vetri til. Margir – þó alls ekki allir – hætta því útivistinni í kaldranalegu skammdeginu. Það er bagalegt, því einmitt yfir vetrarmánuðina erum við einna viðkvæmust fyrir andlegum kvillum eins og kvíða og þunglyndi. Algengasta dánarorsök Íslendinga eru krónískir sjúkdómar sem mætti draga úr með breyttum lífsstíl, m.a. með hollara mataræði og aukinni hreyfingu. Nú er svo komið að 27% þjóðarinnar eru of þung og samkvæmt upplýsingasíðu Landlæknisembættisins upplifir fjórðungur ungs fólks kvíða í sínu lífi og 6% þeirra eru með alvarleg einkenni. Þá má hugsa til eldri borgara en erfið veðurskilyrði þvinga þann hóp oft til kyrrsetu og hafa einhverjir leyst það með því að sækja hreyfingu í verslunarmiðstöðvar. Græn náttúra allt árið Læknar og heilsuráðgjafar eru í vaxandi mæli að ávísa „græna lyfseðlinum“ til skjólstæðinga sinna, þ.e. að mæla með hreyfingu í náttúrunni enda hefur fjöldi rannsókna sýnt fram á jákvæð áhrif þess á heilsu og vellíðan. Sem dæmi má nefna að græn náttúra bætir andlega líðan, eykur sköpunargleði og afköst. ALDIN Biodome, yfirbyggður borgargarður sem rísa mun við Elliðaárdalinn norðan Stekkjabakka, tengir manneskjuna við náttúruna á nýjan hátt. ALDIN byggir á sjálfbærum borgarbúskap og býður heilandi upplifun innan um fjölbreyttan gróður allan ársins hring. ALDIN miðar að því að bjóða gestum tíma og rými til að hlúa að sínu innra sjálfi, að ígrunda og njóta náttúrunnar. Með borgarbúskap styttast flutningaleiðir til neytenda sem minnkar kolefnisfótspor fæðunnar. Aukið framboð og neysla á grænmeti gegnir einnig mikilvægu hlutverki í bættri heilsu og vellíðan. Í ALDIN Biodome verður til fjöldi starfa á sviði mannræktar, garðyrkju og ýmiss konar þjónustu og fræðslu. Starfsemin mun viðhalda og skapa hagsæld fyrir samfélagið og borgina og stuðla að sjálfbærni. Rís á lítt hirtu og vannýttu svæði Mikil umræða hefur skapast um uppbyggingu sem áætluð er á svæðinu norðan Stekkjarbakka - en ALDIN Biodome er einn hluti þeirrar uppbyggingar - og þessari umræðu ber að fagna. Því meiri sem umræðan og skoðanaskiptin eru, því betri verður endanleg niðurstaða. Nú þegar hafa útfærslubreytingar tekið mið af ábendingum almennings. Hins vegar er það ekki og getur ekki verið hlutverk undirritaðrar að svara fyrir deiliskipulag svæðisins, enda er ALDIN eins og áður segir aðeins einn hluti skipulagsins. Nokkrar staðreyndir hafa hins vegar verið nokkuð á reiki í þessari umræðu sem ég tel rétt að hnykkja á. Svæðið sem borgargarðurinn rís á er að mestu óræktað og raskað. Þar var um tíma malarnáma og þar var einnig í langan tíma hverfi ósamþykktra íbúðarhúsa og kofa. Svæðið er utan Elliðaárdalsins og þess svæðis sem nýtur hverfisverndar samkvæmt Aðalskipulagi og raunar gerði deiliskipulag svæðisins til langs tíma ráð fyrir því að um þetta svæði yrðu lagðar tvær akgreinar af fjögurra akgreina hraðbraut. Hér er þróunarreiturinn í deiliskipulaginu merktur gulur, lóð ALDIN er merkt í hvítu og byggingar ALDIN merktar í bláu en byggingarnar mega samkvæmt deiliskipulagi mest vera 4.500 m2. Raskar ekki Elliðaárdalnum Öll hönnun ALDIN Biodome miðar að því að byggingarnar falli vel inn í umhverfið og séu lágstemmdar með tilliti til dalsins og aðliggjandi byggðar. Byggingar verða að hluta niðurgrafnar, ekki hærri en tveggja hæða hús eða 9m mest. Trén á svæðinu eru allt að 14 metra há til samanburðar. Þá mun borgargarðurinn styrkja dalinn sem útivistarsvæði, því á svæðinu verður m.a. aðstaða fyrir fólk sem stefnir niður í dalinn. Þá verður kappkostað að varðveita þann gróður sem fyrir er og græða upp ógróin svæði. ALDIN Biodome mun ekki raska Elliðaárdal, þvert á móti er það sýn framkvæmdaraðila að láta gott af sér leiða fyrir umhverfi og samfélag. Tilkoma ALDIN auðveldar fólki að njóta fjölbreyttrar náttúru í dalnum, jafnt sumar sem vetur. Ég trúi því að borgarbúar muni sjá þessa hóflegu uppbyggingu sem framfaraskref fyrir svæðið og við aðstandendur ALDIN Biodome hlökkum til að taka á móti öllum þegar starfsemin hefst. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar