Körfubolti

Hetjum Borgarness var vel fagnað

Sindri Sverrisson skrifar
Bikarmeistarar Skallagríms voru heiðraðir sérstaklega á þorrablótinu í Borgarnesi í gærkvöld.
Bikarmeistarar Skallagríms voru heiðraðir sérstaklega á þorrablótinu í Borgarnesi í gærkvöld. mynd/Magnús B. Jóhannsson

Það voru mikil fagnaðarlæti í Borgarnesi í gærkvöld þegar leikmenn og þjálfarar Skallagríms mættu á þorrablót Borgnesinga eftir að hafa landað fyrsta bikarmeistaratitlinum í sögu félagsins.

Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitaleik Geysisbikars kvenna í körfubolta í Laugardalshöll í gær. Eins og fram hefur komið tók það sinn tíma fyrir leikmenn að komast heim úr höllinni en það breytti því ekki að gleðin var við völd og í Borgarnesi var liðinu svo áfram ákaft fagnað. Hópurinn var kallaður upp á svið og fékk að njóta sviðsljóssins eins og meðfylgjandi myndir Magnúsar B. Jóhannssonar sýna.

Bikarmeistaratitillinn er annar stóri titillinn sem Skallagrímur vinnur í meistaraflokki en árið 1964 varð kvennaliðið Íslandsmeistari.

Það var vel fagnað í Borgarnesi í gærkvöld og nótt.mynd/Magnús B. Jóhannsson
mynd/Magnús B. Jóhannsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×