Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Afturelding 35-27 | Selfoss skellti Aftureldingu

Hólmar Höskuldsson skrifar
Haukur var frábær í kvöld sem fyrr.
Haukur var frábær í kvöld sem fyrr. vísir/vilhelm

Selfyssingar unnu öruggan sigur á Aftureldingu í 18. umferð Olís deildarinnar 35-27.

Selfyssingar náðu snemma upp forystu í fyrri hálfleik og voru komin í þægilegt forskot eftir 15 mín. leik sem þeir héldu út megnið af leiknum. Vörn Selfyssinga var gífurlega öflug mest allan leikin sem olli því að Afturelding töpuðu þó nokkrum boltum sóknarlega sem úrskurðaði í hraðaupphlaupsmörkum Selfyssinga. Leikurinn var hraður og þó nokkuð um 2 mínútna brottvísanir og mögulega smá hiti í honum stundum. Alexander Hrafkelsson stóð sig einnig vel fyrir aftan vörnina í marki Selfoss sem hjálpaði þeim mikið.

Selfoss vann leikin á Góðri markvörslu Alexanders auk þess sem að vörnin hjálpaði honum mikið. Ekki skemmdi fyrir að Afturelding gerði þó nokkra tæknifeila sem enduðu í hraðaupphlaupum og mikið var um markaskorun hjá Selfyssingum. Selfoss gerði 35 mörk sem oftast dugar til sigurs sem varð raunin.

Haukur Þrastarson stóð sig vel í leiknum og skoraði 11 mörk ásamt því að gefa 4 stoðsendingar. Magnús Öder var einnig flottur í liði Selfoss og skoraði 6 mörk úr 6 skotum og var með 1 stoðsendingu. Alexander Hrafnkelsson varði 11 bolta á 31 prósent markvörslu. Í liði Aftureldingar stóð Selfyssingurinn Guðmundur Árni Ólafsson sig frábærlega og var eini ljósi punkturinn í leik Aftureldingar en hann gerði 11 mörk úr 13 á 84,6 prósent skotnýtingu.

Tæknifeilar voru það sem urðu Aftureldingu að falli í þessum leik. Ákvarðana taka þeirra var ekki góð sem og Vörnin á köflum þó að meiri stöðugleiki hafi verið í honum. Sóknarlínunni gekk illa að finna glufur á vörn Selfoss og varð það þeim að falli.

Selfoss á Stjörnuna í næsta leik sem mun koma til með að spila mikið inn í hvort Selfoss geti tekið deildartitilinn en þeir eru einungis 2 stigum frá toppnum í 4. sæti á eftir Val og FH sem hafa bæði 1 stig á Selfoss. Afturelding aftur á móti sækja Hauka heim að Ásvöllum í mikilvægum leik og leita þeir enþá að fyrsta sigri ársins 2020. Afturelding er jöfn Selfyssingum að stigum en eru fyrir neðan þá vegna innbyrðis viðureignar og markatölu og því mjótt á munum á toppi deildarinnar og algjörlega opið hver mun hreppa titilinn.

Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar:

Einar var ekki sáttur með leik sinna manna eftir 8 marka tap gegn Selfossi 35:27. Hann hrósaði leik Selfyssinga mikið og taldi þá eiga sigurinn fyllilega skilið. Honum fannst sínir menn gera mikið af tækni feilum sem úrskurðaði í mörkum í formi hraðaupphlaupa í bakið og á sama tíma ekki sáttur við ákvarðana tökur sinna mann þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn fór þó töluvert betur í hann og fannst sínir menn vera í ágætis jafnvægi heillt yfir hann. Hann var einnig mjög sáttur með dómgæslu leiksins.

Grímur Hergeirsson, þjálfari Selfoss:

Grímur var eðlilega gríðarlega sáttur við leik sinna manna eftir leik og gat litið annað en hrósað þeim. Honum fannst frábært hvað menn voru að svara kallinu og stíga upp þrátt fyrir dræmt gengi undan farið þá helst vegna meiðsla. Grímur var ánægður hvað sínir menn fylgdu game plani og var því fylgt eftir allan leikin að hans sögn. En Selfyssingar kláruðu Aftureldingu örugglega 35:27 og sennilega ekki hægt að segja annað en að game planið hafi því virkað einstaklega vel. Grímur var að von gríðarlega sáttur með Alexander Hrafnkellsson markmannin unga í liði Selfoss sem er heldur betur búin að stimpla sig inn í lið Selfyssinga en hann kláraði leikinn með 11 varða bolta. Grímur fór varlega í að tala um sénsinn á deildarmeistaratitlinum og augljóst að hann ætlar að halda sínum mönnum pressulausum. Selfyssingar eru einungis 2 stigum frá 1. sætinu og eiga eftir að leika við Hauka seinna í mótinu sem eru efstir. Grímur sagði engu að síður að planið er alltaf að berjast um titla og bikarmeistaratitillinn er einn af þeim.

Haukur Þrastarson, leikmaður Selfoss:

Haukur Þrastarson var virkilega sáttur eftir leikinn hvernig hann og sínir liðsfélagar spiluðu leikinn. Hann var gífurlega sáttur við að menn eru greinilega að stíga upp eftir ,,smá skitu” undan farið og vildi sömuleiðis fara varlega í að tala um Deildarmeistaratitilinn. Liðið tekur bara einn leik í einu og næsta verkefni sé Stjarnan á úti velli fyrir bikarpásuna. Selfoss gæti komið sér í góða stöðu vinni þeir í mýrini í næstu umferð

Alexander Hrafnkellsson, markvörður Selfoss:

Alexander Hrafnkellsson kom skælbrosandi í viðtal við Vísis menn eftir leikinn. Markmaðurinn ungi hafði fulla ástæðu til enda ekki bara stór sigur á Aftureldingu heldur kláraði hann líka leikinn með 11 varða bolta. Honum fannst vörnin vinna vel fyrir framan sig og þægilegt að vinna út frá hávörninni. Vörn Selfyssinga var jú ansi góð þrátt fyrir að fá á sig 27 mörk en þótti markmanninum unga það litlu skipta meðan sitt lið skorar 35 mörk. Alexander kom síðan með mikla speki þegar hann var spurður um Deildarmeistaratitilinn ,,Við horfum að sjálfsögðu upp fyrir okkur frekar en niður fyrir okkur” en sagði samt engu að síður að þetta yrði tekið leik fyrir leik. Stjarnan er næsti leikur og það þyrfti að hefna fyrir Bikarleikinn sem tapaðist gegn þeim um daginn.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.