Handbolti

Aðalsteinn tekur við svissnesku meisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aðalsteinn er kominn með spennandi starf.
Aðalsteinn er kominn með spennandi starf. VÍSIR/GETTY

Aðalsteinn Eyjólfsson tekur við Kadetten Schaffhausen í Sviss eftir tímabilið. Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við svissnesku meistarana.

Aðalsteinn var síðast við stjórnvölinn hjá Erlangen. Hann þjálfaði í Þýskalandi um tíu ára skeið, lið Kassel, Eisenach, Hüttenburg og Erlangen.

Hann tekur við Kadetten Schaffhausen af Tékkanum Petr Hrachovec.

Kadetten Schaffhausen hefur tíu sinnum orðið svissneskur meistari og er fastagestur í Meistaradeild Evrópu.

Meðal þekktra leikmanna í liði Kadetten Schaffhausen má nefna Ungverjann Gábor Csázár og Serbann Zarko Sesum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.