Lífið

Guðrún Helga eignaðist stúlku: „Þú ert allt“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Guðrún Helga óttaðist að hún gæti aldrei orðið ófrísk aftur, eftir að hún var hætt komin vegna utanlegsfósturs.
Guðrún Helga óttaðist að hún gæti aldrei orðið ófrísk aftur, eftir að hún var hætt komin vegna utanlegsfósturs. Vísir/Vilhelm

Trendnet bloggarinn og förðunarfræðingurinn Guðrún Helga Sørtveit eignaðist stúlku  á Valentínusardaginn. Guðrún Helga sagði sögu sína í viðtali á Vísi á síðasta ári, en áður en hún varð ófrísk af stúlkunni varð hún hætt kominn vegna utanlegsfósturs. Guðrún er orðlaus yfir því að vera loksins komin með stelpuna sína í fangið, en í byrjun meðgöngu var hún óttaslegin vegna fyrri reynslu.„Fallega hárprúða stelpan okkar kom í heiminn þann 14.febrúar 2020 - Ég er búin að sitja lengi og reyna skrifa upp hinn fullkomna texta sem lýsir því hvernig mér líður eftir að hafa fengið þig loksins til okkar, það eru bara engin orð - þú ert allt“ skrifar Guðrún við myndina.Eftir að Guðrún fékk utanlegasfóstur þurfti að fjarlægja annan eggjaleiðarann og var hún ekki viss um að geta orðið ófrísk aftur. Það voru því miklar gleðifréttir þegar Guðrún og Steinar kærasti hennar komust að því að þau ættu von á barni.„Þetta var eitthvað sem okkur langaði ótrúlega mikið, sérstaklega eftir að hafa gengið í gegnum allt þetta. Það er svo skrítið að missa eitthvað sem maður átti ekki einu sinni, það er eiginlega ólýsanleg tilfinning. Þetta var eitthvað sem ég vissi ekki hvað mig langaði ótrúlega mikið í, fyrr en ég missti það,“ sagði Guðrún meðal annars í viðtalinu.

„Sumt er manni bara ætlað að fara í gegnum og maður lærir ótrúlega mikið á þessu. Það er svo mikið kraftaverk að verða ólétt og að það gangi vel.“Viðtalið við Guðrúnu Helgu má lesa í heild sinni HÉR.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.