Handbolti

Seinni bylgjan: Ég hef ekki séð verra brot í langan tíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daði Jónsson brýtur hér á Andra Má Rúnarssyni.
Daði Jónsson brýtur hér á Andra Má Rúnarssyni. Mynd/S2 Sport

Seinni bylgjan skoðaði sérstaklega rautt spjald sem KA-maðurinn Daði Jónsson hlaut í leik KA á móti Stjörnunni í Ásgarði.

„Þetta er eldrautt spjald, get ég sagt ykkur. Þetta var mjög gróft,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar áður en brotið var sýnt.

Daði Jónsson togaði þá niður hinn bráðefnilega Andra Már Rúnarsson sem slapp betur frá þessu en á horfðist. Brotið fékk mikil viðbrögð frá sérfræðingunum. „Daði Jónsson var aðeins of harður á því þarna,“ sagði Henry.

„Ég hef bara ekki séð verra brot í langan tíma,“ sagði Logi Geirsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar.

„Ég vissi ekki að við værum að fara sýna þetta brot því ég vildi ekki fá eldrautt, eldrautt. Þetta er ELDRAUTT,“ sagði Logi.

„Þetta er bann er það ekki?,“ spurði Logi. „Það kemur í ljós. Það fá allir rautt og blá en vegir aganefndar Handknattleikssambandsins eru reyndar órannsakanlegir. Það verður því bara að koma í ljós,“ sagði Henry Birgir.

„Í dag fá menn rautt og blátt en í gamla daga fékk maður bara bleikt og blátt,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í gríni.

Seinni bylgjan skoðaði líka annað brot sem einhverjir vildu meina að væri líka rautt spjald. Tandri Már Konráðsson virðist þá kýla aðeins frá sér. 

Það má sjá umfjöllun Seinni bylgjunnar um þessi tvö brot hér fyrir neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Þetta er eldrautt, eldrautt spjald



Fleiri fréttir

Sjá meira


×