Körfubolti

Thelma Dís valin íþróttamaður vikunnar eftir skotsýninguna um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thelma Dís Ágústsdóttir í leik með Ball Stata háskólaliðinu.
Thelma Dís Ágústsdóttir í leik með Ball Stata háskólaliðinu. Getty/Scott W. Grau

Íslenska körfuboltakonan Thelma Dís Ágústsdóttir var valin íþróttamaður vikunnar í Ball State skólanum.

Thelma Dís átti frábæran leik um helgina og setti nýtt persónulegt met með því að skora 26 stig í sigri Ball State á Buffalo. Hún var einnig með 7 fráköst og 2 stoðsendingar í leiknum.

Thelma hafði mest áður skorað 23 stig í einum leik í bandaríska háskólaboltanum. Keflvíkingurinn öflugi hitti úr 6 af 7 þriggja stiga skotum sínum í leiknum í sigrinum á Buffalo.

Thelma var með 17 stig að meðaltali og 68 prósent skotnýtingu í leikjum vikunnar.

Þetta er í annað skiptið á þessu tímabili sem Thelma er íþróttamaður vikunnar í skólanum sínum en hún fékk einnig þessi verðlaun í fyrstu viku ársins. Aðeins einu sinn til viðbótar hefur körfuboltakona verið íþróttamaður vikunnar í Ball State á þessum vetri.

Ball State University er rúmlega 22 þúsund nemanda skóli í bænum Muncie í Indiana fylki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.