Blátindur sekkur Helgi Máni Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2020 15:00 Í óveðrinu 14. febrúar gerðist það meðal annars að í Vestmannaeyjum flaut hinn sögufrægi vélbátur Blátindur upp, slitnaði frá bryggju og sökk í höfninni. Þegar þetta er skrifað hafa ekki borist fregnir af til hvaða ráða Vestmannaeyjabær ætlar að grípa varðandi bátinn. Ljóst er að hann hefur orðið fyrir miklu tjóni en hægt væri að bæta það og vonandi verður það gert. Vestmannaeyjar hafa verið ein stærsta verstöð landsins um aldir enda er þaðan skammt í gjöful fiskimið. Þar á ofan eru Eyjar einstaklega fallegar og eitt af því sem prýddi bæinn var Blátindur, sem smiðaður var í Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1947, 45 rúmlestir að stærð, sléttsúðaður eikarbátur. Þegar Blátindi var hleypt af stokkunum var hann meðal stærstu og glæsilegustu fiskiskipa í Vestmannaeyjum. Hann var gerður út frá Eyjum til ársins 1959 og síðan frá ýmsum verstöðvum vestan og norðan lands. Þá var Blátindur notaður sem varðskip í Faxaflóa um skeið og var þá búinn fallbyssu. Árið 1993 lá Blátindur í reiðileysi við bryggju norður í landi og fékkst þá dreginn til Eyja af Landhelgisgæslunni. Þar var hann settur í slipp og ekkert hugsað um hann í nokkur ár. Árið 1998 fóru fram umræður um bátinn og vildu sumir farga honum. Það sem mælti gegn því var að þetta væri eini vélbáturinn smíðaður í Eyjum á fyrri hluta aldarinnar sem eftir væri og í óbreyttu ástandi, jafnvel með sama stýrishúsinu. Auk þess hefði báturinn smíðalag sem einkennandi var fyrir vertíðarbáta smíðaða í Eyjum. Í september 2001 var stofnað „Áhugamannafélag um endurbyggingu vélbátsins Blátinds VE 21“ og ákveðið að hraða framkvæmdum svo báturinn yrði afhentur Menningarmálanefnd Vestmannaeyja fullbúinn næsta Sjómannadag til varðveislu og sýningar. Það gekk eftir og var sérlega myndarlega staðið að endurbyggingu bátsins. Vorið 2018 var Blátindi komið fyrir hjá Skansinum og átti það að vera endanlegur staður fyrir hann. Hann naut sín þar vissulega vel í fallegu umhverfi. Næsta skref átti að vera að koma bátnum í sýningarhæft ástand en nú hefur orðið óvænt og veruleg röskun á þeirri áætlun. Blátindur VE 21 á Sjómannadaginn 2001, þegar hann var afhentur menningarmálanefnd Vestmannaeyja.heimaslod.is Hvert sem framhaldið verður ber að hafa í huga að Blátindur er friðaður á grundvelli aldurs, skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012, og heyrir undir Minjastofnun Íslands. Einnig að það er ábyrgðarhluti ef Blátindi verður ekki lyft úr sjó eins fljótt og við verður komið. Eigendum hans ber skylda til þess. Í tengslum við þetta má geta þess að fjallað er um Blátind á ítarlegan hátt í Fornbátaskrá 2019 sem nýkomin er út og nálgast má á netinu, batasmidi.is/files, rúmlega 800 blaðsíður að lengd, prýdd fjölda mynda. Fjallað er um einstaka báta, uppruna þeirra og gerð, notkun og eigendur, ástand og sögulegt gildi. Áhugavert er meðal annars hve einkenni og saga báta eru ólík eftir héruðum og landsvæðum. Tilgangurinn með skránni var að safna og varðveita upplýsingar um þessa merku farkosti, sem voru undirstaða velferðar á Íslandi á 19. og 20. öld. Staða bátavarðveislu er í ólestri hérlendis að mati þeirra sem til þekkja. Til að mynda hefur enginn aðili það hlutverk að hafa eftirlit með varðveislu fornbáta. Og fjárframlög ríkisins til bátavarðveislu eru nær engin. En áhugi almennings á fornbátum hefur stóraukist undanfarin ár og vonandi verður það til þess að bætt verði úr stöðu mála. Höfundur er formaður Sambands íslenskra sjóminjasafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fornminjar Sjávarútvegur Söfn Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vélbáturinn Blátindur sökk við bryggju í Vestmannaeyjum Fyrst losnaði báturinn frá bryggju og flaut út á höfnina. Að endingu tókst þó að draga hann aftur að bryggju og sökk hann þar. Göt voru gerð á bátinn til að koma í veg fyrir að hann losnaði frá bryggju. Það virðist þó ekki hafa dugað til. 14. febrúar 2020 10:48 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Í óveðrinu 14. febrúar gerðist það meðal annars að í Vestmannaeyjum flaut hinn sögufrægi vélbátur Blátindur upp, slitnaði frá bryggju og sökk í höfninni. Þegar þetta er skrifað hafa ekki borist fregnir af til hvaða ráða Vestmannaeyjabær ætlar að grípa varðandi bátinn. Ljóst er að hann hefur orðið fyrir miklu tjóni en hægt væri að bæta það og vonandi verður það gert. Vestmannaeyjar hafa verið ein stærsta verstöð landsins um aldir enda er þaðan skammt í gjöful fiskimið. Þar á ofan eru Eyjar einstaklega fallegar og eitt af því sem prýddi bæinn var Blátindur, sem smiðaður var í Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1947, 45 rúmlestir að stærð, sléttsúðaður eikarbátur. Þegar Blátindi var hleypt af stokkunum var hann meðal stærstu og glæsilegustu fiskiskipa í Vestmannaeyjum. Hann var gerður út frá Eyjum til ársins 1959 og síðan frá ýmsum verstöðvum vestan og norðan lands. Þá var Blátindur notaður sem varðskip í Faxaflóa um skeið og var þá búinn fallbyssu. Árið 1993 lá Blátindur í reiðileysi við bryggju norður í landi og fékkst þá dreginn til Eyja af Landhelgisgæslunni. Þar var hann settur í slipp og ekkert hugsað um hann í nokkur ár. Árið 1998 fóru fram umræður um bátinn og vildu sumir farga honum. Það sem mælti gegn því var að þetta væri eini vélbáturinn smíðaður í Eyjum á fyrri hluta aldarinnar sem eftir væri og í óbreyttu ástandi, jafnvel með sama stýrishúsinu. Auk þess hefði báturinn smíðalag sem einkennandi var fyrir vertíðarbáta smíðaða í Eyjum. Í september 2001 var stofnað „Áhugamannafélag um endurbyggingu vélbátsins Blátinds VE 21“ og ákveðið að hraða framkvæmdum svo báturinn yrði afhentur Menningarmálanefnd Vestmannaeyja fullbúinn næsta Sjómannadag til varðveislu og sýningar. Það gekk eftir og var sérlega myndarlega staðið að endurbyggingu bátsins. Vorið 2018 var Blátindi komið fyrir hjá Skansinum og átti það að vera endanlegur staður fyrir hann. Hann naut sín þar vissulega vel í fallegu umhverfi. Næsta skref átti að vera að koma bátnum í sýningarhæft ástand en nú hefur orðið óvænt og veruleg röskun á þeirri áætlun. Blátindur VE 21 á Sjómannadaginn 2001, þegar hann var afhentur menningarmálanefnd Vestmannaeyja.heimaslod.is Hvert sem framhaldið verður ber að hafa í huga að Blátindur er friðaður á grundvelli aldurs, skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012, og heyrir undir Minjastofnun Íslands. Einnig að það er ábyrgðarhluti ef Blátindi verður ekki lyft úr sjó eins fljótt og við verður komið. Eigendum hans ber skylda til þess. Í tengslum við þetta má geta þess að fjallað er um Blátind á ítarlegan hátt í Fornbátaskrá 2019 sem nýkomin er út og nálgast má á netinu, batasmidi.is/files, rúmlega 800 blaðsíður að lengd, prýdd fjölda mynda. Fjallað er um einstaka báta, uppruna þeirra og gerð, notkun og eigendur, ástand og sögulegt gildi. Áhugavert er meðal annars hve einkenni og saga báta eru ólík eftir héruðum og landsvæðum. Tilgangurinn með skránni var að safna og varðveita upplýsingar um þessa merku farkosti, sem voru undirstaða velferðar á Íslandi á 19. og 20. öld. Staða bátavarðveislu er í ólestri hérlendis að mati þeirra sem til þekkja. Til að mynda hefur enginn aðili það hlutverk að hafa eftirlit með varðveislu fornbáta. Og fjárframlög ríkisins til bátavarðveislu eru nær engin. En áhugi almennings á fornbátum hefur stóraukist undanfarin ár og vonandi verður það til þess að bætt verði úr stöðu mála. Höfundur er formaður Sambands íslenskra sjóminjasafna.
Vélbáturinn Blátindur sökk við bryggju í Vestmannaeyjum Fyrst losnaði báturinn frá bryggju og flaut út á höfnina. Að endingu tókst þó að draga hann aftur að bryggju og sökk hann þar. Göt voru gerð á bátinn til að koma í veg fyrir að hann losnaði frá bryggju. Það virðist þó ekki hafa dugað til. 14. febrúar 2020 10:48
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun