Heilbrigð ungmenni sem geta tekist á við áskoranir 21. aldarinnar Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 16:00 Auglýst hefur verið eftir umsóknum í þróunarsjóð grunnskóla í Garðabæ sjötta árið í röð. Markmið sjóðsins er að stuðla að öflugu og framsæknu skólastarfi í Garðabæ og gefa fagfólki tækifæri til þess að sjá góðar hugmyndir verða að veruleika í starfi með börnum og ungmennum. Megináhersla við úthlutun styrkja að þessu sinni er á vellíðan, læsi og framsækna kennsluhætti. Vellíðan grundvöllur lífsgæða og árangurs Aðaláhersla við úthlutun úr sjóðnum nú er á vellíðan sem grundvöll lífsgæða og árangurs. Rannsóknir sýna að þetta er þáttur sem vert er að taka föstum tökum þar sem streitu-, álags- og kvíðamein hafa í auknum mæli neikvæð áhrif á lífsgæði og þar með árangur einstaklinga í nútíma samfélagi. Áherslan felst í að þjálfa færni nemenda til að takast á við áskoranir nútímasamfélags svo sem áreiti, hraða, streitu og kvíða með viðurkenndum aðferðum sem styðja við vellíðan og árangur. Er þar meðal annars átt við hugleiðslu, íhugun, sjálfseflingu, seigluþjálfun og heilsueflandi lífsstíl. Rannsóknir sýna að einstaklingar sem búa yfir seiglu og hugarró hafa meira þol til að mæta áreiti, hraða og streitu og eru jafnvel hæfari til að skapa nýjungar og leysa flókin mál. Þetta er þáttur sem vert er að huga að og afar mikilvægt er að þegar nemendur ljúka skyldunámi séu þeir sterkir og heilbirgðir einstaklingar á sál og líkama þannig að þeir geti notið sín í frekara námi og störfum, náð árangri og tekist á við áskoranir nútímasamfélags. Læsi Önnur aðaláhersla við úthlutun úr sjóðnum nú lýtur að því að tryggja læsi skólabarna. Þar er horft til að þess að auðga enn frekar fjölbreyttar aðferðir til að efla læsi, lesskilning, yndislestur og orðaforða. Sérstök áhersla er á nemendur sem standa höllum fæti miðað við jafnaldra t.d. með snemmtækri íhlutun, samvinnu við foreldra og nýtingu mælikvarða á sviðinu. Framsæknir kennsluhættir Í síbreytilegu samfélagi þurfa kennsluhættir að taka mið af tækniþróun og þroska þá færni nemenda sem reynir á að grunnskólanámi loknu. Tækni- og teymiskennsla er mikilvæg auk þess sem samvinna nemenda eflir félags- og samskiptafærni þeirra. Kennsluhættir sem taka mið af þessum þáttum undirbúa nemendur undir framtíðina. Framsæknustu háskólar heims þjálfa margir hverjir nemendur sína sérstaklega í hóp- og samvinnu þar sem mikið reynir á þá færni í atvinnulífinu. Nám sem styður við trú á eigin getu, frumkvæði og sköpunarkraft skapar sterka einstaklinga. Úthlutað hefur verið 125 milljónum til yfir 100 verkefna innan grunnskóla Garðabæjar Þróunarsjóður grunnskóla Garðabæjar var stofnaður árið 2015 og árlega hefur verið úthlutað 25 milljónum til þróunarverkefna eða samtals 125 milljónum síðast liðin fimm ár. Má þar nefna verkefni sem snúa að læsi, fjölbreyttum kennsluháttum, upplýsingatækni, vendikennslu, fagmennsku og innra mati á gæðum skólastarfs, vellíðan, félags- og samskiptahæfni nemenda, tómstundastarfi og starfsemi félagsmiðstöðva. Áhersluþættir í takt við áskoranir og styrkleika Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar skilgreinir áherslur Þróunarsjóðs við úthlutun hverju sinni. Þá er m.a. horft til áskorana og styrkleika í skólasamfélaginu og vísbendinga rannsóknarniðurstaðna á líðan og stöðu ungmenna. Í Garðabæ er val um grunnskóla og við úthlutun er lögð áhersla á að verkefnin geti styrkt sérstöðu hvers skóla. Við afgreiðslu er einnig horft til tengingar við aðalnámsskrá, fræðasamfélagið og samstarfs milli skóla og skólastiga. Aukið fjármagn til sjóðsins Við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2020 var ákveðið að bæta 3 milljónum við sjóðinn. Frá upphafi hefur verið úthlutað 25 milljónum árlega til þróunarverkefna grunnskólanna, en nú í fyrsta skipti verður úthlutað 28 milljónum. Við þessa ákvörðun var horft til þess að íbúum og skólabörnum fer fjölgandi í bænum. Urriðaholtsskóli tók nýlega til starfa sem grunnskóli í bænum, en í Garðabæ eru sex grunnskólar á vegum bæjarins auk tveggja sjálfstætt starfandi grunnskóla og allir þessir átta skólar geta sótt um styrki í Þróunarsjóð grunnskóla Garðabæjar. Þá liggur fyrir að þróunarverkefnin hafa nýst mjög vel í skólastarfinu og telja starfsmenn skólanna og stjórnendur þau afar mikilvægan þátt í þróun og framsækni skólastarfsins. Höfundur er formaður skólanefndar grunnskóla Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skóla - og menntamál Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Auglýst hefur verið eftir umsóknum í þróunarsjóð grunnskóla í Garðabæ sjötta árið í röð. Markmið sjóðsins er að stuðla að öflugu og framsæknu skólastarfi í Garðabæ og gefa fagfólki tækifæri til þess að sjá góðar hugmyndir verða að veruleika í starfi með börnum og ungmennum. Megináhersla við úthlutun styrkja að þessu sinni er á vellíðan, læsi og framsækna kennsluhætti. Vellíðan grundvöllur lífsgæða og árangurs Aðaláhersla við úthlutun úr sjóðnum nú er á vellíðan sem grundvöll lífsgæða og árangurs. Rannsóknir sýna að þetta er þáttur sem vert er að taka föstum tökum þar sem streitu-, álags- og kvíðamein hafa í auknum mæli neikvæð áhrif á lífsgæði og þar með árangur einstaklinga í nútíma samfélagi. Áherslan felst í að þjálfa færni nemenda til að takast á við áskoranir nútímasamfélags svo sem áreiti, hraða, streitu og kvíða með viðurkenndum aðferðum sem styðja við vellíðan og árangur. Er þar meðal annars átt við hugleiðslu, íhugun, sjálfseflingu, seigluþjálfun og heilsueflandi lífsstíl. Rannsóknir sýna að einstaklingar sem búa yfir seiglu og hugarró hafa meira þol til að mæta áreiti, hraða og streitu og eru jafnvel hæfari til að skapa nýjungar og leysa flókin mál. Þetta er þáttur sem vert er að huga að og afar mikilvægt er að þegar nemendur ljúka skyldunámi séu þeir sterkir og heilbirgðir einstaklingar á sál og líkama þannig að þeir geti notið sín í frekara námi og störfum, náð árangri og tekist á við áskoranir nútímasamfélags. Læsi Önnur aðaláhersla við úthlutun úr sjóðnum nú lýtur að því að tryggja læsi skólabarna. Þar er horft til að þess að auðga enn frekar fjölbreyttar aðferðir til að efla læsi, lesskilning, yndislestur og orðaforða. Sérstök áhersla er á nemendur sem standa höllum fæti miðað við jafnaldra t.d. með snemmtækri íhlutun, samvinnu við foreldra og nýtingu mælikvarða á sviðinu. Framsæknir kennsluhættir Í síbreytilegu samfélagi þurfa kennsluhættir að taka mið af tækniþróun og þroska þá færni nemenda sem reynir á að grunnskólanámi loknu. Tækni- og teymiskennsla er mikilvæg auk þess sem samvinna nemenda eflir félags- og samskiptafærni þeirra. Kennsluhættir sem taka mið af þessum þáttum undirbúa nemendur undir framtíðina. Framsæknustu háskólar heims þjálfa margir hverjir nemendur sína sérstaklega í hóp- og samvinnu þar sem mikið reynir á þá færni í atvinnulífinu. Nám sem styður við trú á eigin getu, frumkvæði og sköpunarkraft skapar sterka einstaklinga. Úthlutað hefur verið 125 milljónum til yfir 100 verkefna innan grunnskóla Garðabæjar Þróunarsjóður grunnskóla Garðabæjar var stofnaður árið 2015 og árlega hefur verið úthlutað 25 milljónum til þróunarverkefna eða samtals 125 milljónum síðast liðin fimm ár. Má þar nefna verkefni sem snúa að læsi, fjölbreyttum kennsluháttum, upplýsingatækni, vendikennslu, fagmennsku og innra mati á gæðum skólastarfs, vellíðan, félags- og samskiptahæfni nemenda, tómstundastarfi og starfsemi félagsmiðstöðva. Áhersluþættir í takt við áskoranir og styrkleika Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar skilgreinir áherslur Þróunarsjóðs við úthlutun hverju sinni. Þá er m.a. horft til áskorana og styrkleika í skólasamfélaginu og vísbendinga rannsóknarniðurstaðna á líðan og stöðu ungmenna. Í Garðabæ er val um grunnskóla og við úthlutun er lögð áhersla á að verkefnin geti styrkt sérstöðu hvers skóla. Við afgreiðslu er einnig horft til tengingar við aðalnámsskrá, fræðasamfélagið og samstarfs milli skóla og skólastiga. Aukið fjármagn til sjóðsins Við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2020 var ákveðið að bæta 3 milljónum við sjóðinn. Frá upphafi hefur verið úthlutað 25 milljónum árlega til þróunarverkefna grunnskólanna, en nú í fyrsta skipti verður úthlutað 28 milljónum. Við þessa ákvörðun var horft til þess að íbúum og skólabörnum fer fjölgandi í bænum. Urriðaholtsskóli tók nýlega til starfa sem grunnskóli í bænum, en í Garðabæ eru sex grunnskólar á vegum bæjarins auk tveggja sjálfstætt starfandi grunnskóla og allir þessir átta skólar geta sótt um styrki í Þróunarsjóð grunnskóla Garðabæjar. Þá liggur fyrir að þróunarverkefnin hafa nýst mjög vel í skólastarfinu og telja starfsmenn skólanna og stjórnendur þau afar mikilvægan þátt í þróun og framsækni skólastarfsins. Höfundur er formaður skólanefndar grunnskóla Garðabæjar.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar