Handbolti

Sigtryggur yfirgefur Lübeck eftir tímabilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigtryggur lék fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands.
Sigtryggur lék fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. mynd/ehf

Sigtryggur Daði Rúnarsson yfirgefur herbúðir þýska B-deildarliðsins Lübeck-Schwartau í sumar. Félagið mun ekki endurnýja samning hans.

Sigtryggur, sem er 23 ára, gekk í raðir Lübeck frá Balingen 2018. Áður lék hann með Aue.

Hann hefur leikið 46 leiki fyrir Lübeck og skorað 81 mark.

„Að sjálfsögðu mun ég sakna liðsins og umhverfisins hérna. Mér hefur liðið vel hérna,“ er haft eftir Sigtryggi á heimasíðu Lübeck. Þar segist hann einnig ætla að klára tímabilið með liðinu af krafti.

Lübeck er í 15. sæti þýsku B-deildarinnar með 16 stig, þremur stigum frá fallsæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.