Handbolti

Fjögur íslensk mörk er toppliðið jók forystu sína | Gísli Þorgeir byrjaður að spila

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Janus í leik gegn Barcelona.
Janus í leik gegn Barcelona. Vísir/Getty

Topplið dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta, Álaborg, lagði Sønderjyske með fimm marka mun í dag. Lokatölur 28-23 en þeir Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon voru í eldlínunni. Þá lék Gísli Þorgeir Kristjánsson sinn fyrsta leik Magdeburg í dag.

Toppliðið átti erfitt með að hrista gestina af sér en þeir voru þó fjórum mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 17-13. Gestirnir í Sønderjyske ógnuðu aldrei forystu heimamanna almennilega og unnu þeir á endanum nokkuð þægilegan fimm marka sigur eins og áður kom fram. 

Lokatölur 28-23 og Álaborg sem fyrr á toppi deildarinnar. Nú með 32 stig eftir 18 leiki. 

Janus Daði Smárason gerði þrjú mörk og Ómar Ingi gerði eitt.

Gísli Þorgeir skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg er liðið tapaði 29-23 fyrir Þýskalandsmeisturum Flensburg í úrvalsdeildinni þar í landi. Magdeburg er í 3. sæti með 30 stig en Flensburg sæti ofar með tveimur stigum meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×