Körfubolti

Einar: Gleði með tvö stig í týpískum mánu­dags­leik

Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar
Einar Árni er þjálfari Njarðvíkur.
Einar Árni er þjálfari Njarðvíkur. vísir/bára

„Það er gleði með tvö dýrmæt stig, fyrst og síðast", sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir 86-76 sigur Njarðvíkur á Val í framlengdum leik liðanna í kvöld.

„Þetta var týpískur mánudagur. Það er oft talað um að það sé oft ryð í mánudagsæfingum og þetta var svoleiðis," sagði Einar aðspurður um lágt stigaskor í leiknum til að byrja með.

Einar segir að sýnir menn hafi vitað af því að leikmenn Vals myndu leggja allt til sölunar í baráttu sinni um að halda sæti sínu í deildinni. Valur er með hörkulið að mati Einars og hann segir sitt lið eiga að gleðjast með að hafa landað sigri í kvöld.

Einar kom inn á það að Njarðvík mætti Stjörnunni á föstudag og stutt sé á milli leikja. Þá gat Njarðvík ekki æft í gær vegna frágangs eftir Þorrablót. Hann segir þetta hafa verið hörkuundirbúning fyrir næsta leik sem er gegn Þór Akureyri.

Einar var að lokum spurður út í Erik Katenda, sem var fjarverandi hjá Njarðvík í dag.

„Við vissum að hann væri að stíga upp úr flensu þegar samið var við hann. Ég veit ekki hvort hann spili á föstudaginn. Hann verður

allavega í fullum gír þegar við komum aftur eftir landsleikjahlé," sagði Einar að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×