Enski boltinn

„Hef þekkt suma strákana frá því að þeir voru sjö ára“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Williams fagnar í gær.
Williams fagnar í gær. vísir/getty

Krakkalið Liverpool kom félaginu áfram í enska bikarnum í gærkvölödi eftir 1-0 sigur á Shrewsbury á heimavelli í endurteknum leik liðanna.

Enginn leikmaður aðalliðs Liverpool var með í leiknum í gær og því fengu krakkarnir tækifærið. Þeir þökkuðu traustið og komu félaginu áfram í 16-liða úrslitin.

Neco Williams, átján ára hægri bakvörður Liverpool, var himinlifandi eftir sigurinn.

„Þetta var ótrúlegt. Þetta var kvöld sem við munum muna eftir lengi, sérstaklega þeir sem léku sinn fyrsta leik. Allt liðið lagði mikið á sig og við héldum áfram út leikinn,“ sagði Williams.







„Stuðningurinn var ótrúlegur. Þegar það er flautað á í byrjun leiks þá ertu bara að hugsa um leikinn. Þetta var sérstakt kvöld með sérstöku liði.“

„Ég hef þekkt suma strákanna frá því að þeir voru sjö ára svo að spila á Anfield með þennan stuðning var ansi sérstakt kvöld.“

„Strákarnir voru frábærir og vonandi munum við gera það sama gegn Chelsea. Það lið sem Liverpool mun tefla fram í þeim leik mun gefa allt.“

„Markmið okkar er að vinna enska bikarinn. Ég held að hinir leikmennirnir hafi verið mjög stoltir af okkur og vonandi munum við ungu strákarnir fá tækifærið aftur,“ sagði Williams.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×