Ýmir Örn Gíslason á leið til Rhein-Neckar Löwen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2020 19:00 Ýmir Örn Gíslason í leik með Val. Vísir/Bára Ýmir Örn Gíslason hefur spilað sinn síðasta leik með Val í Olís deild karla í handbolta í bili en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá hafa Valsmenn samþykkt að selja þennan frábæra handboltamann til þýska félagsins Rhein-Neckar Löwen. Það var búist við því að Ýmir Örn Gíslason færi út í atvinnumennsku eftir þetta tímabil en þýska liðið vildi fá hann strax út og Valsmenn ákváðu að leyfa stráknum að fara út. Hann missir því af restinni af tímabilinu hér heima. Ýmir Örn Gíslason er 22 ára gamall línumaður sem stóð sig frábærlega í vörn íslenska landsliðsins á EM í janúar. Hann hefur leikið 40 A-landsleiki frá árinu 2017 og hefur þrátt fyrir ungan aldur verið meistaraflokksmaður hjá Val síðan tímabilið 2014-15. Valur missir þarna landsliðsmanninn sinn og algjöran lykilmann í miðri vörn liðsins. Það gæti orðið þrautinni þyngra fyrir þjálfarann Snorra Stein Guðjónsson að fylla í skarð hans í miðri vörninni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Rhein-Neckar Löwen er í sjötta sæti í þýsku deildinni en þó bara þremur stigum frá þriðja sætinu. Löwen spilar í Mannheim sem er tæplega 300 þúsund manna borg við Rínarfljót í suðvestur Þýskalandi. Ýmir verður þriðji Íslendingurinn hjá Rhein-Neckar Löwen í dag en fyrir eru þjálfari Kristján Andrésson og örvhenta skyttan Alexander Petersson. Fleiri Íslendingar hafa spilað með Löwen eins og þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Róbert Gunnarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði einnig liðið um tíma. Olís-deild karla Þýski handboltinn Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Ýmir Örn Gíslason hefur spilað sinn síðasta leik með Val í Olís deild karla í handbolta í bili en samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá hafa Valsmenn samþykkt að selja þennan frábæra handboltamann til þýska félagsins Rhein-Neckar Löwen. Það var búist við því að Ýmir Örn Gíslason færi út í atvinnumennsku eftir þetta tímabil en þýska liðið vildi fá hann strax út og Valsmenn ákváðu að leyfa stráknum að fara út. Hann missir því af restinni af tímabilinu hér heima. Ýmir Örn Gíslason er 22 ára gamall línumaður sem stóð sig frábærlega í vörn íslenska landsliðsins á EM í janúar. Hann hefur leikið 40 A-landsleiki frá árinu 2017 og hefur þrátt fyrir ungan aldur verið meistaraflokksmaður hjá Val síðan tímabilið 2014-15. Valur missir þarna landsliðsmanninn sinn og algjöran lykilmann í miðri vörn liðsins. Það gæti orðið þrautinni þyngra fyrir þjálfarann Snorra Stein Guðjónsson að fylla í skarð hans í miðri vörninni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Rhein-Neckar Löwen er í sjötta sæti í þýsku deildinni en þó bara þremur stigum frá þriðja sætinu. Löwen spilar í Mannheim sem er tæplega 300 þúsund manna borg við Rínarfljót í suðvestur Þýskalandi. Ýmir verður þriðji Íslendingurinn hjá Rhein-Neckar Löwen í dag en fyrir eru þjálfari Kristján Andrésson og örvhenta skyttan Alexander Petersson. Fleiri Íslendingar hafa spilað með Löwen eins og þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson, Snorri Steinn Guðjónsson, Róbert Gunnarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði einnig liðið um tíma.
Olís-deild karla Þýski handboltinn Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira