Handbolti

Magnaður Bjarki skoraði fjór­tán mörk

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Már Elísson í leik með Lemgo í vetur.
Bjarki Már Elísson í leik með Lemgo í vetur. vísir/getty

Bjarki Már Elísson skoraði fjórtán mörk er Lemgo vann þriggja  marka sigur á Balingen, 27-23, á útiveli í þýska handboltanum í kvöld.

Bjarki Már hefur leikið á alls oddi á leiktíðinni og átti enn einn stórleikinn í kvöld. Hann er markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í vetur.

Fjögur af mörkum Bjarka komu af vítalínunni en Lemgo er í 10. sætinu eftir sigurinn.

Oddur Grétarsson skoraði sjö mörk fyrir Balingen en sex þeirra komu af vítalínunni. Balingen er í 14. sætinu.

Kristján Andrésson og lærisveinar í Rhein-Neckar Löwen töpuðu á heimavelli gegn Melsungen í dag, 33-30, en Alexander Petersson skoraði tvö mörk. Ljónin eru í 6. Sætinu.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði fimm mörk og Ragnar Jóhannson eitt er Bergrischer tapaði með minnsta mun, 21-20, fyrir ríkjandi meisturum í SG Flensburg-Handewitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×