Körfubolti

Skalla­grímur setur pressu á úr­slita­keppnis­sæti eftir spennu­sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigrún Sjöfn gerði átta stig í dag.
Sigrún Sjöfn gerði átta stig í dag. vísir/daníel

Skallagrímur þurfti heldur betur að hafa fyrir hlutunum í sigri á Breiðabliki er liðin mættust í 20. umferð Dominos-deildar kvenna í dag. Lokatölur 75-73.

Breiðablik kom af krafti inn í leikinn og var 24-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Skallagrímur beit frá sér í hálfleik en gestirnir úr Kópavogi voru stigi yfir í hálfleik, 37-36.

After kom Breiðablik af krafti út í þriðja leikhlutann og var með átta stiga forystu fyrir fjórða og síðasta leikhlutann. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum var staðan jöfn, 73-73.

Keira Breeanne Robinson afgreiddi leikinn af vítalínunni með tveimur skotum er 48 sekúndur voru eftir af leiknum. Gestirnir náðu ekki að gera sér mat úr þeirra sóknum og öflugur sigur Borgnesinga.

Áðurnefnd Keira var mögnuð í liði Skallagríms. Hún skoraði 32 stig, tók ellefu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Emilie Sofie Hesseldal skoraði 22 stig og tók sextán fráköst.

Danni L Williams skoraði 36 stig fyrir Breiðablik. Auk þess tók hún tólf fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Fanney Lind G. Thomas skoraði 15 stig og tók níu fráköst.

Skallagrímur er því komið upp að hlið Keflavíkur í fjórða til fimmta sætinu en Keflavík spilar nú við granna sína í Grindavík.

Breiðablik er í næst neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×