Handbolti

Lovísa skoraði 14 mörk í Kórnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lovísu héldu engin bönd.
Lovísu héldu engin bönd. vísir/bára

Lovísa Thompson skoraði 14 mörk þegar Valur sigraði HK, 23-25, í Olís-deild kvenna í dag. Aðrir leikmenn Vals skoruðu samtals ellefu mörk.

Þetta var fjórði sigur Vals í röð. Liðið er með 25 stig í 2. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Fram. HK er í 4. sætinu með 14 stig.

Þetta var fyrsti leikur HK án hinnar efnilegu Jóhönnu Margrétar Sigurðardóttur sem sleit krossband í hné í leiknum gegn Fram í Coca Cola-bikarnum á miðvikudaginn.

Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði sjö mörk fyrir HK og Kristín Guðmundsdóttir fimm.

Valur var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-14, og sami munur var á liðunum í leikslok.

Mörk HK: Díana Kristín Sigmarsdóttir 7, Kristín Guðmundsdóttir 5, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 3, Tinna Sól Björgvinsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 1, Sóley Ívarsdóttir 1.

Mörk Vals: Lovísa Thompson 14, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Auður Ester Gestsdóttir 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Arna Sif Pálsdóttir 1, Íris Ásta Pétursdóttir 1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×