Handbolti

Í beinni í dag: Handboltinn á sviðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hinn þrautreyndi Sturla Ásgeirsson er næstmarkahæsti leikmaður ÍR í vetur.
Hinn þrautreyndi Sturla Ásgeirsson er næstmarkahæsti leikmaður ÍR í vetur. vísir/bára

Handboltinn verður í aðalhlutverki á Stöð 2 Sport í dag.

Klukkan 19:20 hefst bein útsending frá lokaleik 17. umferðar Olís-deildar karla. Þar mætast ÍR og Fram í Austurberginu.

Með sigri komast ÍR-ingar upp í 3. sæti deildarinnar. Framarar þurfa hins vegar á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina.

Að leik loknum hefst Seinni bylgjan þar sem farið verður yfir 17. umferð Olís-deildar karla.

Eftir þáttinn verður svo farið yfir 15. umferð Olís-deildar kvenna.

Lista yfir beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.

Beinar útsendingar dagsins:

19:20 ÍR - Fram, Stöð 2 Sport

21:15 Seinni bylgjan, Stöð 2 Sport

22:45 Seinni bylgjan, Stöð 2 Sport




Fleiri fréttir

Sjá meira


×