Tjón getur hlaupið á hundrað þúsund krónum ef dælur ganga án heits vatns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 22:09 Skrúfað verður fyrir heitt vatn í Hafnarfirði, Garðabæ, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Vísir/Vilhelm Eigandi Heitra gólfa, fyrirtækis sem sér um að leggja gólfhitakerfi, segir áríðandi að fólk með slík kerfi taki hringrásardæluna úr sambandi áður en skrúfað verður fyrir heitt vatn á hluta höfuðborgarsvæðisins í nótt. Ef það sé ekki gert eyðileggist dælurnar og tjónið geti hlaupið á hundrað þúsund krónum. „Það er rosalega áríðandi að fólk taki hringrásardæluna úr sambandi, annars skemmist hún, hún kostar sjötíu-, áttatíu þúsund,“ segir Þór Þorsteinsson, eigandi Heitra gólfa. „Fólk veit ekkert af því, það er mjög áríðandi að þetta komi fram.“ Ekki þurfi aðeins að greiða fyrir nýja hringrásardælu heldur þurfi fólk einnig að fá pípulagningamann til að koma og skipta um hana og segir Þór kostnaðinn geta hlaupið á yfir hundrað þúsund krónum. „Ég er rosalega hissa á að þetta hafi ekki komið fram.“ Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. Þór segir að sé ekki slökkt á dælunni gangi hún þurr sem getur leitt til þess að hún skemmist. „Það getur verið stórtjón.“ Hann segir dæluna ekki taka kalda vatnið inn í staðin og því geti það valdið miklu tjóni hjá mörgum ef ekki er slökkt á henni. „Það er ekkert sem skemmist við það að taka dæluna úr sambandi, fólk heldur það kannski. Það þarf ekkert að gera annað en að setja hana í samband aftur,“ segir Þór. „Þegar vatnið kemur á aftur að setja þá í samband. Þetta er bara dæla sem að heita vatnið fer inn í þegar það kemur inn og heldur hringrásinni á heita vatninu í gólfinu.“ „Hún eins og allar aðrar dælur, ef þær eru þurrar þá skemmast þær. Þær eru ekki gerðar til að ganga þurrar.“ Uppfært Í yfirlýsingu frá Veitum þakkar Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, fyrir ábendinguna en segir að reynslan sé sú að í fyrri heitavatnslokunum sem náð hafa til tugþúsunda viðskiptavina hafi þetta ekki verið vandamál. Hún ítrekar þó að fólk hugi að sínum tækjum sem eru mörg og ólík. Sé fólk í vafa um hvernig gólfhitadælu það er með er alltaf betra að slökkva á kerfinu, það skaði aldrei. Hafi fólk einhverjar frekari spurningar eða er óvisst hvetur Ólöf fólk að hafa samband við Veitur. Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Reykjavík Mosfellsbær Tengdar fréttir Skrúfa fyrir heita vatnið á stóru svæði eftir helgi Áætlað er að fyrir vikið munu um 50 þúsund manns vera heitvatnslaus í 30 klukkustundir. 13. ágúst 2020 13:56 Hárgreiðslustofur og matvælafyrirtæki gætu þurft að loka tímabundið þegar heita vatnið fer Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði og í nokkrum öðrum hverfum á höfuðborgarsvæðinu klukkan 2 í nótt þar til á miðvikudagsmorgun. Upplýsingafulltrúi segir að einhver fyrirtæki þurfi að leggja niður starfsemi á meðan. Þá þurfi önnur að gera ráðstafanir. 17. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Eigandi Heitra gólfa, fyrirtækis sem sér um að leggja gólfhitakerfi, segir áríðandi að fólk með slík kerfi taki hringrásardæluna úr sambandi áður en skrúfað verður fyrir heitt vatn á hluta höfuðborgarsvæðisins í nótt. Ef það sé ekki gert eyðileggist dælurnar og tjónið geti hlaupið á hundrað þúsund krónum. „Það er rosalega áríðandi að fólk taki hringrásardæluna úr sambandi, annars skemmist hún, hún kostar sjötíu-, áttatíu þúsund,“ segir Þór Þorsteinsson, eigandi Heitra gólfa. „Fólk veit ekkert af því, það er mjög áríðandi að þetta komi fram.“ Ekki þurfi aðeins að greiða fyrir nýja hringrásardælu heldur þurfi fólk einnig að fá pípulagningamann til að koma og skipta um hana og segir Þór kostnaðinn geta hlaupið á yfir hundrað þúsund krónum. „Ég er rosalega hissa á að þetta hafi ekki komið fram.“ Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti klukkan tvö í nótt. Lokunin stendur yfir í ríflega 30 klukkustundir eða til níu á miðvikudagsmorgun. Þór segir að sé ekki slökkt á dælunni gangi hún þurr sem getur leitt til þess að hún skemmist. „Það getur verið stórtjón.“ Hann segir dæluna ekki taka kalda vatnið inn í staðin og því geti það valdið miklu tjóni hjá mörgum ef ekki er slökkt á henni. „Það er ekkert sem skemmist við það að taka dæluna úr sambandi, fólk heldur það kannski. Það þarf ekkert að gera annað en að setja hana í samband aftur,“ segir Þór. „Þegar vatnið kemur á aftur að setja þá í samband. Þetta er bara dæla sem að heita vatnið fer inn í þegar það kemur inn og heldur hringrásinni á heita vatninu í gólfinu.“ „Hún eins og allar aðrar dælur, ef þær eru þurrar þá skemmast þær. Þær eru ekki gerðar til að ganga þurrar.“ Uppfært Í yfirlýsingu frá Veitum þakkar Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, fyrir ábendinguna en segir að reynslan sé sú að í fyrri heitavatnslokunum sem náð hafa til tugþúsunda viðskiptavina hafi þetta ekki verið vandamál. Hún ítrekar þó að fólk hugi að sínum tækjum sem eru mörg og ólík. Sé fólk í vafa um hvernig gólfhitadælu það er með er alltaf betra að slökkva á kerfinu, það skaði aldrei. Hafi fólk einhverjar frekari spurningar eða er óvisst hvetur Ólöf fólk að hafa samband við Veitur.
Hafnarfjörður Kópavogur Garðabær Reykjavík Mosfellsbær Tengdar fréttir Skrúfa fyrir heita vatnið á stóru svæði eftir helgi Áætlað er að fyrir vikið munu um 50 þúsund manns vera heitvatnslaus í 30 klukkustundir. 13. ágúst 2020 13:56 Hárgreiðslustofur og matvælafyrirtæki gætu þurft að loka tímabundið þegar heita vatnið fer Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði og í nokkrum öðrum hverfum á höfuðborgarsvæðinu klukkan 2 í nótt þar til á miðvikudagsmorgun. Upplýsingafulltrúi segir að einhver fyrirtæki þurfi að leggja niður starfsemi á meðan. Þá þurfi önnur að gera ráðstafanir. 17. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Skrúfa fyrir heita vatnið á stóru svæði eftir helgi Áætlað er að fyrir vikið munu um 50 þúsund manns vera heitvatnslaus í 30 klukkustundir. 13. ágúst 2020 13:56
Hárgreiðslustofur og matvælafyrirtæki gætu þurft að loka tímabundið þegar heita vatnið fer Lokað verður fyrir rennsli heits vatns í Hafnarfirði og í nokkrum öðrum hverfum á höfuðborgarsvæðinu klukkan 2 í nótt þar til á miðvikudagsmorgun. Upplýsingafulltrúi segir að einhver fyrirtæki þurfi að leggja niður starfsemi á meðan. Þá þurfi önnur að gera ráðstafanir. 17. ágúst 2020 12:00