Körfubolti

Lillard með fullt hús í kosningunni um verðmætasta leikmanninn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lillard líkar lífið vel í Disney World.
Lillard líkar lífið vel í Disney World. Kevin C. Cox/Getty Images

Damian Lillard, leikmaður Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-kúlunnar svokölluðu sem fram fer nú í Disney World í Orlandó. 

NBA-deildin ákvað að veita sérstök verðlaun fyrir þau átta leiki sem fram fóru til að hægt væri að klára bæði Austur- og Vesturdeild NBA áður en úrslitakeppnin hæfist. Þar hefur Lillard látið að sér kveðja en hann einróma val er kom að besta leikmanni NBA-kúlunnar. 

Hann er því MVP [Most Valuable Player] eða besti leikmaður NBA-kúlunnar.

Enginn leikmaður skoraði fleiri stig en Lillard í þessum átta leikjum. Var hann með 37.6 stig að meðaltali í leik. Þá gaf hann að meðaltali 9.6 stoðsendingar í leik.

Í síðustu þremur leikjunum – sem Portland varð að vinna til að eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina – setti Lillard 51, 61 og 42 stig.

Devin Booker, leikmaður Phoenix Suns, var eðlilega í öðru sæti en liðið vann alla átta leiki sína. Það dugði þó ekki til að komast í úrslitakeppnina.

Portland mætir Memphis Grizzlies í umspili um sæti í úrslitakeppninni. Portland þarf að vinna einn leik á meðan Memphis þarf að vinna tvo. Liðið sem fer áfram í umspilinu mætir svo Los Angeles Lakers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.